Kókos og kjúklingasúpa

Var að borða mjög góða kjúklingasúpu í vinnunni .... og langar í meira.......

Finnst þessi uppskrift hljóma vel - sem ég stel af: grgs.is

fyrir 3-4 manns

ólífuolía
3 kjúklingabringur, skornar í munnbita
1 laukur, saxaður smátt
1 msk ferskt engifer, rifið
1 1/2 bolli kjúklingakraftur (eða 1 1/2 bolli vatn og 1 kjúklingateningur)
1 dós kókosmjólk
2 tsk karrý
1  jalapeno, fræhreinsaður og hakkaður
2 msk límónusafi
1 lítil paprika, skorin þunnt
1/2 bolli ferskt kóríander
1/2 bolli kókosflögur
2 bollar hrísgrjón (má sleppa)

Aðferð

  1. Hitið olíuna í meðalstórum súpupotti. Bætið kjúklinginum í pottinn, kryddið með salti og pipar. Steikið kjúklinginn þar til hann er alveg að verða tilbúinn, bætið þá lauknum út í og steikið þar til hann er orðinn mjúkur. Bætið engifer út í og steikið í 1 mínútu í viðbót.
  2. Látið í pottinn kjúklingakraftinn, kókosmjólkina, karrýið og jalapenio. Hitið að suðu við meðalhita. Bætið því næst papriku og kóríander út í og hitið í um 3 mínútur og bætið þá límónusafanum út í. Smakkið til og saltið og piprið að eigin smekk.
  3. Hellið súpunni í skálar og látið hrísgrjón ofaní súpuna. Skreytið með kóríander og kókosflögum

Baileys frómas

Þessi er ómissandi hver jól í minni fjölskyldu... meira að segja sá matvandasti í stórfjölskyldunni sagðist hafa verið að vonast eftir að þetta yrði í eftirrétt á jóladag.

 

Upphaflega fann ég þessa uppskrift í Gestgjafablaði - held ég árið 1987, ég breytti henni aðeins - en uppskriftin hefur verið óbreytt hjá mér síðan þá.

 

3             stk          egg

1,5          dl            sykur

6             blöð       matarlím

½            ltr.          rjómi

0,5          dl            Baileys

125         gr            suðusúkkulaði, saxað

 

Leggja matarlím í bleyti í kalt vatn

 

Þeyta egg og sykur mjög vel saman

 

Súkkulaði og eggjahræra sett í sér skál og hrært saman

 

Rjómi þeyttur

 

Baileys hitað í örbylgjuofni (ca. 20 sekúndur) og matarlím sett út í (stundum hef ég þurft að hita aðeins í viðbót til að matarlím leysist betur upp).

 

Þegar rjóminn er þeyttur, hræri ég Baileys-matarlímið út í eggja- og súkkulaðihræru, helli út í, í  mjórri bunu og hræri vel í á meðan (til að verði ekki kekkjótt (ef þú hefur engan til að halda í skálina meðan þú hrærir saman, þá hef ég sett blauta tusku undir skálina, til að hún sé ekki að hreyfast á meðan ég hræri saman J  ).

 

Þegar þessu er lokið, hræri ég þeytta rjómann saman við – og set í þá skál sem á að bera frómasinn fram í.

 

Settí kæli, er ca. 2 klst að stífna.  En ég geri þennan yfirleitt daginn áður en hann er notaður.  

 

Klikkar aldrei..... aðeins að muna að þegar baileys-matarlímið er hellt út í eggjablönduna - að þeyta um leið og er hellt í mjórri bunu út í - annars fer matarlímið í kekki og er skelfilega vont.  (ég helli alveg þó að að sé pínu heitt - kannski ekki alveg brennandi heitt - gott að kæla aðeins - en þarf alls ekki að vera kalt þegar er hellt út í :)  ).


Blinis

Blinis:
75 gr. hveiti
1 tsk. lyftiduft
2 egg
Nýmjólk
Smá salt
30 gr. ósaltað smjör

1. Setjið hveitið, lyftiduftið, eggin, saltið og næga mjólk til að gera þykkt deig, í skál.

2. Bræðið smjörið á pönnu.

3. Setjið, í sitthvoru lagi, tvær matskeiðar af deigi á pönnuna, þ.e. 1 msk. fyrir hvert stykki af Blinis köku.

4. Steikið í 2 til 3 mín. á hverri hlið, eða þar til steikt í gegn og gyllt að lit. Fjarlægið af pönnunni og setjið til hliðar. Steikið úr deiginu þar til það klárast.

Borið fram með t.d. laxi og sýrðum rjóma og kavíar eða síróp

 

Mjög gott


Súkkulaðibitakökur - Erlu

Súkkulaðibitakökur
800gr.súkkulaði
6bollarhveiti
2bollarsmjörlíki
2bollarsykur
2bollarpúðursykur
4stkegg
2tskmatarsódi
1tsksalt
2bollarkókosmjöl

Sörur

Sörur
200grmöndlur
3,25dlflórsykur
3stkeggjahvítur
   
0,75dlsykur
0,75dlvatn
3stkeggjarauður
150grsmjör
1mskkakó
1tskkaffiduft
250gr

hjúpsúkkulaði

 

8 föld uppskrift af Sörum
1600grmöndlur
26dlflórsykur
24skeggjahvítur
12 föld af kremi
9dlsykur
9dlvatn
36stkeggjarauður
1800grsmjör
12mskkakó
12tskkaffiduft
3000grhjúpsúkkulaði

Efnaskiptakúrinn

Fór í þennan fyrir nokkrum árum - held að ég hafi haldið hann næstum því alveg út - ekki kannski alveg.... en missti þó slatta af kílóum !!

 

Efnaskiptakúrinn

Þessi kúr varir í 13 daga og er þess vegna erfiður, en árangursins virði.

Hann gengur út á það að breyta efnaskiptum líkamans. Sem gerir það að verkum að eftir þessa 13 daga, getur þú aftur byrjað að borða venjulega, án þess að þú hlaðir á þig strax aftur. Þetta er ekki hefðbundinn sultarkúr, heldur kúr sem eykur efnaskiptin og brennslu líkamans og heldur þess vegna áfram að virka eftir að honum líkur.

Ef að kúrnum er fylgt nákvæmlega eftir missir maður ca 7-20 kg. Allt umfram fita.
Kúrinn skal vara í 13 daga, hvorki meira né minna.

Eins og áður var nefnt, verður að fylgja kúrnum nákvæmlega. Þess vegna er einn bjór eða vínglas, auka matur eða tyggjó, nóg til þess að kúrinn er ónýtur.  Má byrja á honum aftur eftir 6 mánuði, ekki fyrr. Ef maður er ekki kominn lengra en 6 daga má byrja aftur eftir 3 mánuði.

Þegar kúrnum hefur verið fylgt eftir staf fyrir staf í 13 daga, má ekki undir neinum kringumstæðum fara í annan eins næsta árið. Æskilegt er að það líði allavega 2 ár ef nauðsynlegt þykir að endurtaka kúrinn.

Vegna lengdar kúrsins er viturlegast að skipuleggja hann fram í tímann, þannig að boð eða þess háttar stangist ekki á við hann.

Nauðsynlegt er að drekka mikið vatn um 3 lítra á dag til þess að forðast höfuðverk og aðrar aukaverkanir.

Spínat er 2 x á boðstólnum.  Kaupið pakka af frosnu spínati og hlutið í tvennt.  Þá er til fyrir bæði skiptin. Einnig er hægt að nota blómkál þá ca ¼ af meðal haus í einu.

1 stórt buff      =          300 gr magurt nautakjöt, lítil olía notuð til steikingar
Skinka             =          8 sneiðar af áleggsskinku.
Jógurt              =          Lítil dós af hreinu- eða léttjógurt með vanillu.
Salat                =          Aðeins grænt salat, eins mikið og hver vill.
Ýsa                 =          Um  200 gr.  (soðin eða grilluð í eigin soði)
Kjúklingur       =          ½ stór kjúklingur.  MUNA að fjarlægja skinnið.
Ávöxtur           =          Allir ferskir ávextir – nema banani.

 

  1. Dagur - (þriðjudagur - 6. September)

Morgunmatur: 1 bolli svart kaffi og 1 sykurmoli.
Hádegismatur: 2 harðsoðin egg, spínat / blómkál (soðið) og 1 tómatur
Kvöldmatur: 1 stórt buff með olíu og salati

2. Dagur  -  (miðvikudagur - 7. September)

Morgunmatur: 1 bolli svart kaffi og 1 sykurmoli
Hádegismatur: 8 sneiðar skinka og 1 dós jógúrt
Kvöldmatur: 1 stórt buff,  salat með olíu og sítrónu og 1 ferskur ávöxtur


  1. Dagur - (fimmtudagur – 8. September)

Morgunmatur: 1 bolli svart kaffi, 1 sykurmoli og 1 sneið ristað brauð
Hádegismatur: 1 harðsoðið egg, 8 sneiðar skinka,  salat með olíu og sítrónu
Kvöldmatur: Soðið sellerí/aspas 1 tómatur og 1 ferskur ávöxtur

4. Dagur  -  (föstudagur – 9. September)

Morgunmatur: 1 bolli svart kaffi, 1 sykurmoli og 1 sneið ristað brauð
Hádegismatur: 1 glas ávaxtasafi og 1 jógúrt
Kvöldmatur: 1 harðsoðið egg, 1 rifin gulrót og kotasæla 300 gr

5. Dagur  -  (laugardagur – 10. September)

Morgunmatur: 1 stór rifin gulrót með sítrónu
Hádegismatur: Soðin/grilluð ýsa með sítrónu og smá smjörklípu (létt og laggott)
Kvöldmatur: 1 stórt buff og  salat með soðnu sellerí/aspas

6. Dagur  -  (sunnudagur – 11. September)

Morgunmatur: 1 bolli svart kaffi, 1 sykurmoli og  1 sneið ristað brauð
Hádegismatur: 2 harðsoðin egg og stór rifin gulrót
Kvöldmatur: ½ kjúklingur, salat með sítrónu og olíu

7. Dagur  -  (mánudagur – 12. September)

Morgunmatur: 1 bolli te
Hádegismatur: ekkert
Kvöldmatur: 1stykki grilluð lambakótiletta og 1 ferskur ávöxtur.

8. Dagur -    Eins og 1. dagur  (þriðjudagur – 13. September)


  1. Dagur -  Eins og 2. dagur  (miðvikudagur – 14. September)

  2. Dagur - Eins og 3. dagur (fimmtudagur – 15. September)

  3. Dagur - Eins og 4. dagur (föstudagur – 16. September)

  4. Dagur - Eins og 5. dagur (laugardagur – 17. September)

  5. Dagur - Eins og 6. Dagur (sunnudagur – 18. September)

Hrísgrjónaréttur með rækjum og sinnepssósu

  • 2 bollar soðin hrísgrjón
  • 400 g rækjur
  • 1 græn paprika
  • 1 rauð paprika
  • 150 g majónes
  • 150 g sýrður rjómi
  • 1 msk provençale kryddið frá KNORR
  • 2-4 tsk karrí
  • hvítlauksduft, eftir smekk

 ristað brauð

 Sjóðið og kælið hrísgrjónin.  Hrærið saman majónes, sýrðan rjóma og krydd.  Saxið paprikurnar í litla bita og blandið saman við hrísgrjónin og rækjurnar.  Hellið sósunni yfir og hrærið vel saman.  Berið fram kalt með sinnepssósu og ristuðu brauði.

 

 Sinnepssósa

  • 4 msk sætt sinnep
  • 150 g majónes, eða 100 g sýrður rjómi og 50 g majónes
  • sojasósa, eftir smekk  (ef vill)

  

Hrærið allt vel saman.  Berið fram sér með hrísgrjónaréttinum

 

Hægt að skipta rækjum út fyrir skinku


Forvitnilegt

Alltaf minnisstætt þegar ég las minningargrein um þessa konu.......

Forvitnilegt

 

 


Rice krispies og Mars ostakaka

Fann þessa á fínni bloggsíðu - en verð sjálfsagt búin að gleyma þeirri síðu þegar ég ákveð að gera þessa - fyrir næsta afmæli - eða svo - þannig að ég geymi uppskriftina hér inni - fyrir mig :)

(bloggsíðan sem ég fann þetta á er:  http://erlagudmunds.com/   og er alveg hellingur af spennandi uppskriftum þar)

Botn:

80 gr smjörlíki

100 gr suðusúkkulaði

1 lítið stykki Mars

3 msk sýróp

150 gr Rice Krispies

 

  • Þessu er öllu blandað saman við vægan hita í potti.
  • Ég set alltaf bökunarpappír ofan i formið til þess að auðvelda mér að losa botninn frá og til þess að fá kantinn á botninn þá þrýsti ég Rice Krispies-inu lítilega til hliðar.

 

Ostakaka:

220 gr rjómaostur

250 ml rjómi (þeyttur)

2 lítil stykki Mars

1 tsk vanillusykur

 

  • Þeytið rjómann og setjið til hliðar.
  • Hrærið rjómaostinn vel, blandið síðan rjómanum saman við og hrærið þar til þetta er orðið vel blandað saman.
  • Bætið síðan við vanillusykrinum.
  • Bræðið Marssúkkulaðið við vægan hita í potti með smá rjóma út í. Kælið þetta síðan í skamma stund áður en þið bætið saman við ostablönduna.
  • Ofan á bræddi ég eitt lítið mars með smá rjóma og skvetti yfir kökuna. Skar einnig niður nokkur jarðaber og 2 lítil Marsstykki fyrir skreytingar.

Mars og Rice Ostakaka


Uppskriftirnar

Þessi síða samanstendur af uppskriftum sem ég hef sankað að mér í gegnum árin, er alltaf að bæta einhverju inn en þarf að vera duglegri við það.  

Það er svo auðvelt að nálgast uppskriftirnar hér inni - hvar sem ég er stödd - og fyrir börnin mín og aðra fjölskyldumeðlimi - ef þau vilja elda eitthvað af því sem ég hef gert - þá eru þær uppskriftir mjög líkega hér inni.

Eins og um daginn þegar ég var í sumarbústað og eldri dóttirin fann ekki uppskrift af miklu uppáhalds pasta - þá var lítið mál fyrir hana að finna hana hér inni :)

Gullosta pasta

 


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband