Færsluflokkur: Bloggar
14.7.2010 | 15:00
Byrjun
Ætla að halda utanum uppskriftirnar mínar hér á þessari síðu, sem ég hef safnað saman frá því að mataráhugi minn kviknaði. Vona að mér gangi vel að henda þeim inn - smám saman.
Mataráhugi minn kviknaði strax þegar ég var stelpa - amma bjó heima hjá mér og var sú sem sá um eldamennsku og bakstur á heimilinu - ég heillaðist svo sem ekki af öllu sem boðið var upp á - var aldrei matvönd sem stelpa - hef orðið matvandari með aldrinum - borða þó nánast allt !
Ég luma á mörgum "fjölskyldu-uppskriftum" - frá mér sjálfri - mömmu - ömmu - tengdó - vinum og ættingjum - hef þó aldrei legið á uppskrift og ekki viljað deila henni með mér.
Mér finnst afskaplega gaman að prófa nýja - framandi rétti - og myndi svo gjarnan vilja prófa mun meiri fjölbreytni í matargerð en ég geri - en þegar fjölskyldumeðlimir eru e.t.v. ekkert allt of opnir fyrir ÖLLUM MAT - þá stoppar það mig að sjálfsögðu.
Ég vona að einhverjir komi til með að njóta þess að prófa uppskriftirnar sem hafa heillað mig og mína fjölskyldu í gegnum árin - og endilega að skilja eftir athugasemdir við uppskriftir - þó aðeins ef ykkur líkar uppskriftin - ef ég skyldi fá neikvæða athugasemd - þá verður henni eytt á stundinni !
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)