Færsluflokkur: Hamborgarar
8.1.2014 | 20:26
Viskí borgari

Þar sem við hjónin fengum hamborgarapressu í jólagjöf, þá er ekki seinna vænna en að fara að prufukeyra hana - og urðu fyrir valinu þessir fínu "Viskí-borgarar"

750 gr nautahakk
0,5 dl. bjór
1 msk. Worchestershire-sósa
1 dl. Viskí
2 tsk. hvítlauksduft
1 tsk. Laukduft
1 tsk. Salt
1 tsk. Pipar
100-150 gr. gróft rifinn ostur (við vorum með 26% brauðost)
hræra öllu vel saman og höfðum við borgarana frekar þykka - rúmlega 150 gr. hver.
Steiktum þá í 2,5 mínútur á hvorri hlið - þeir voru talsvert rauðir og djúsí.
Steiktum beikon og stór ostsneið fór á hvern borgara, hituðum þá í ofni - í brauði.
Hamborgarasósa:
1 bolli majones
1/2 bolli tómatsósa (persónulega fannst mér það of mikið - myndi minnka niður í 1/4 bolla)
1/4 bolli Sætt sinnep (gult)
1/8 tsk. Hvítvínsedik
2 fínt saxaðir skalottlaukar
2 msk. púðursykur
Pipar og salt.
Bárum þá fram með frönskum, sætum-frönskum og hamborgarasósunni hér að ofan.
Reyndar þá er ég mjög hrifin af Chilli-Bernessósunni frá Hrefnu Sætran, mér finnst hún passa mjög vel með hamborgurum.
Hins vegar á þarf ég að fara að finna einhverjar góðar hamborgarasósur.
Hamborgarar | Breytt s.d. kl. 20:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)