14.7.2010 | 15:38
Mangó kjúlli / gulur kjúklingur
Þetta er uppáhald litlu dömunnar á heimilinu - ef hana langar í e-ð virkilega gott - þá stingur hún upp á þessu.
5-6 bringur
salt+pipar (hef notað hvítan)
4 hvítlauksrif (rifin-kramin)
1 peli rjómi
1/2 krukka MangoChutney
1 msk. karrí
Kjæuklingur skorinn í litla bita, kryddaður með salt og pipar og steiktur á pönnu. Þegar hann er alveg að verða steiktur er hvítlauk og rest hellt út á og hrært saman. Látið malla í u.þ.b. 15 mínútur. Borið fram með hrísgrjónum og brauði.
Til að fá aðeins meiri sósu - hef ég aukið við vökvamagn (hef sett rjóma - matreiðslurjóma - mjólk eða vatn í viðbót við rjómapelann sem er gefinn upp í uppskriftinni) og krydd - enda er sósan afskaplega góð ein og sér með hrísgrjónum
Flokkur: Kjúklingur | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.