Argentínsk kjötsúpa

Þessi súpa er algjör snilld - bragðgóð og fljótleg.

smjörbolla (ca. 100 gr. smjör og 100 gr. hveiti)  -  (ég slumpa þetta alltaf)

1 ltr. Kjötsoð (nota vatn og nautakjötstening)

1 sellerí stilkur

10 sveppir

1/2 bréf beikon

1/2 – 1 laukur

2 dl. rjómi

1 dl. hvítvín

200 nautakjöt (gott t.d. fille eða lund- en þarf samt ekkert endilega)

salt - pipar - ketjap manis sósa (eða sæt sojasósa).  Ég hef keypt í búðinni "Fiska" sem er í Brekkuhúsum í Grafarvogi stóra flösku af sætri sojasósu og er hún á mjög góðu verði)

 

Hita saman vatn og kjötteninga (í potti eða í örbylgju – bara hvað fólki finnst þægilegast)

Steikja beikon og skera eðaklippa niður í litla bita og setja í pott.

Steikja niðurskorið grænmeti og setja í pottinn með beikoninu (ég steiki laukinn sér og set í pottinn, steiki síðan sveppi og set í pottinn og að lokum sellerí og set í pottinn).

Setja pottinn með þessu á heita eldavélahellu á mesta hita og bíða eftir að verði vel heitt, að það fari að krauma í þessu – þá set ég hvítvínið út í og leyfi að sjóða saman í dálitla stund (ca. 0,5 – 1 mínútu).

Bræða smjörlíki í öðrum potti, þegar það er bráðið þá hræri ég hveiti út í  og geri smjörbollu.  Þynni smjörbolluna síðan með kjötsoðinu. 

Blanda núna saman smjörbollukjötsoði og því sem er í hinum pottinum (beikon, grænmeti og hvítvín), set rjómann saman við og krydda.

Leyfa súpunni að malla í dágóða stund, smakka hana til og bera hana síðan fram með örþunnum nautakjöts bitum og rjómatoppi.

Nautakjöt er sett í skál – heit súpa yfir og að lokum rjómatoppur (þá soðna bitarnir í súpunni og verða ótrúlega góðir !

Ég hef oft gert þessa súpu snemma dags (um helgi) leyft henni að standa og hita hana síðan upp þegar kvöldmaturinn kemur, þá er hún búin að taka bragð úr öllum hráefnum vel í sig.

Súpan borin fram með góðu brauði og þeyttum rjóma (ef vill)

(Ingi fékk þessa uppskrift frá veitingahúsinu Argentínu.  Nokkrum árum seinna kom þessi uppskrift frá þeim - en þá var búið að bæta í hana tómatmauki - og taka held ég laukinn út - væri áreiðanlega gott að hafa tómatmauk líka - en ég myndi ekki sleppa lauknum.)  Hins vegar hef ég alltaf haft súpuna eins og uppskriftin segir til um.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband