Humarsúpa

1 kg. humar í skel

50 gr. smjör

1 stór laukur

2 gulrætur

5 dl. vatn (+fiskiteningur)

5 dl. hvítvín (t.d. ááfengt)

2,5 dl. kjúklingasoð

1 hvítlauksrif

1 msk. tómatmauk

2 dl. rjómi

1 msk. koníak (má sleppa)

salt - hvítur pipar - ketjap manis sojasósa

maisena ef fólk vill þykkja aðeins.

Taka humar úr skel - brjóta skel með buffhamri og brúna hana vel með lauk og gulrótum í 10 mín.  Bæta vatni, víni og hvítlauk og láta malla í 30 mín. - sigtið

Hella kjúklingasoði saman við ásamt tómatpúrru og rjóma - kryddið og bætið koníaki út í ef það er notað.

Berið fram með góðu brauði.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband