2.8.2010 | 19:43
Rósmarínkryddaðir grísateinar
1 kg. svínahnakksneiðar
3 msk. balsamedik
3 msk. olía
1,5 msk. dijon sinnep
1 msk. sítrónusafi
2 msk. saxað rósmarín
nýmalaður pipar og salt.
Blandið ölu saman nema kjöti og salti. Skerið kjötið í langar ræmur og setja út í kryddlöginn. Látið marinerast í 2-3 klst.
Þræðið upp á grilltein (ef vill og grillað í 7-10 mínútur)
Borið fram með salati, pítubrauði og góðri kaldri sósu (t.d. hvítlaussósu).
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.