2.8.2010 | 21:12
Bestu pönnukökur í heimi frá mömmu og ömmu
2 bollar hveiti
2 tsk lyftiduft
2 tsk matardóti
2 msk sykur
1 tsk. salt
4 egg
50-100 gr. smjör (smjörlíki) - (ekki vera að nota non fat eitthvað dæmi - sleppið því frekar að reyna að útbúa pönnsur - útbúið frekar eitthvað annað)
1 ltr. mjólk (ekki nota undanrennu eða léttmjólk - ef þú átt matr.rjóma eða rjóma þá má skella því út í)
1 glas vanilludropar (jabb - heilt glas)
1/4 glas möndludropar
Hita smjörlíki og kæla lítillega.
Hræra þurrefni saman - bæta mjólk - eggjum og dropum út í - hræra saman - að lokum fer bráðið smjörið út í.
Sigta yfir í aðra skál og byrjið að baka
**Ef þið hrærið deigið of mikið - getur það orðið seigt**
Fékk þessa uppskrift hjá mömmu - sem fékk hana hjá ömmu - en hún var snillingur í matargerð!
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.