2.8.2010 | 21:17
Döðlubrauð Iðunnar
Iðunn vann með mér hjá Nýherja og bakaði besta döðlubrauð í heimi - ég náði að sníkja uppskriftina hjá henni - sem er algjör snilld.
1 bolli saxaðar döðlur (láta þær liggja í 1,5 bolla af sjóðandi vatni - sem hrært er í af og til)
2,25 bollar hveiti
0,75 bollar sykur
2 tsk. matardóti
1/4 tsk lyftiduft
1 tsk. vanillusykur
1/2 tsk. salt
2 msk. smjörlíki
1 egg.
Þurrefnum blandað saman
Döðlur og safi út í
Egg og smjörlíki út í - ekki hræra lengi.
160°C í 30-45 mín m/blæstri
175°C í 45-60 mín án blásturs.
Iðunn bar fram með smjöri og osti einnig með kotasælu sem var öðruvísi - en passaði vel.
Flokkur: Brauðréttir | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.