Jarðarberjarúlluterta

Fljótleg - flott - eitthvað sem allir geta borðað

200 gr. sykur

4 egg

125 gr. hveiti

100 gr. suðusúkkulaði / eða hnetur

 

Þeyta vel saman egg og sykur - og bæta hveiti varlega saman við.

Útbúa form út bökunarpappír - bretta upp á hverja hlið ca 1-1,5 cm. og klemma vel saman á endunum.  Fylla þá þetta form af deiginu og strá súkkulaði / hnetur yfir.

Baka við 220°C í 8 mín.

Taka út ofni - hvolfa á bökunarpappír - bleyta tusku í köldu vatni og leggja yfir kökuna (ef köld tuska liggur yfir köku á bökunarpapír í smá tíma 30 mín - t.d. er auðveldara að losa hana úr pappírnum)

Fjarlægið bökunarpappír - þeytið rjóma 4-5 dl. saxa jarðarber út í þeyttan rjóma og smyrja yfir kökuna.  Rúlla henni upp - kælið og berið fram - fljótleg - ofsa góð og flott!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband