Heitt beikonbrauð

100 gr. rifinn Maribo ostur ( ég ríf hann fínt niður)

1/2 tsk. pipar

1 msk. Dijon sinnep

5 msk. hreint jógúrt

* smjör - beikonsneiðar - tannstönglar  og samlokubrauð*

Hræra allt saman í fyllinguna

Skera skorpu af brauði - byrja að smyrja öðru megin á brauð smá smjörva - snúa brauðsneið við og smyrja fyllingu þeim megin - rúlla upp - og skera í 2 hluta.  Rúlla beikoni utan um sneiðina og festa með tannstöngli.

Raðið brauði á bökunarpappírsklædda plötu og baka í ofni þar til er orðið stökkt og öskar á að verða étið !

(Ég reyni yfirleitt að kaupa beikonsneiðar í lengra lagi - skera þær í tvennt þannig að hver beikonsneið passi á 1 brauðsneið / 2 rúllur)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband