25.8.2010 | 10:54
Indverskur naanborgari
Hef ekki prófað - en hljómar spennandi
Hráefni:
500 grömm nautahakk
Karrý - tanddori krydd - salt og pipar
Blandað salat - gúrka - tómatar - laukur
4 stór naanbrauð eða 8 lítil
4 matskeiðar mango chutney
Sósa:
1 afhýdd gúrka
Salt
200 grömm grísk jógúrt
¼ desilítri söxuð mynta
Salt og pipar
* * * * * * * * * * *
Kryddið kjötið og mótið 4 hamborgara úr því.
Búið til sósu: Skerið gúrkuna í þunna strimla. Stráið salti yfir og látið það bíða í u.þ.b. 15 mínútur. Þerrið gúrkustafina og hrærið þeim saman við jógúrt, saxaða myntu, salt og pipar.
Grillið eða steikið kjötið í u.þ.b. 3 mínútur, á hvorri hlið. Kryddið með salti og pipar. Hitið brauðið. Setjið kjöt, grænmeti, mango chutney og sósu á brauðið og leggið annað brauð yfir. Berið fram með kartöflubátum krydduðum með karrý.
Flokkur: Hakkréttir | Breytt s.d. kl. 11:27 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.