Grafinn nautavöðvi Guðmundar 2002

Grafinn nautavöðvi Guðmundar 2002
Rétturinn sem sló í gegn á sýningunni Matur 2002. Kjarnorku skyndibiti, partýsnakk, gott fyrir framan sjónvarpið með boltanum í sumar, enn betra í veiðitúrinn, hestaferðina eða gönguferðina. Líka frábært sem forréttur með fersku íslensku grænmeti. Komdu á óvart með öðruvísi og betra snakki!

1kg NAUTAFILLE
4 msk piparmix
1 msk sítrónupipar
1 msk grænn frostþurkaður pipar - mulinn
1 msk rósapipar - mulinn
1 msk salt

Vöðvinn er skolaður og hreinsaður vel. Síðan er hann skorin í þrjár lengjur eftir endilöngu, þá minna ræmurnar hvað stærð og lögun varðar á lambafille. Kryddinu er blandað saman í skál. Vöðvinn hjúpaður kryddblöndunni og saltinu stráð yfir hann að síðustu.
Vefjið vöðvann í plast og látið standa í kæli í 3 daga fyrir neyslu.
En....ef tíminn er naumur er kjörið að krydda vöðvann og láta hann vera á eldhúsbekknum næturlangt, setja hann síðan í ísskápinn og hafa hann þar til kvölds, eða næsta dags. Ef kjötið er við stofuhita gengur kryddið mun hraðar inn í vöðvann en ef hann er kaldur.
Passið að skera vöðvann í þunnar sneiðar sem fara vel í munni.

Þessi stendur fyrir sínu einn og sér án nokkurs meðlætis.

En....auðvitað má bera með brauð, salat og sósu. Til dæmis, sinnepssósu, hvítlaukssósu eða jógúrtsósu.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband