9.8.2012 | 10:28
Tandoori-kjúklingabringur
4 kjúklingabringur
2 dósir jógúrt , hrein (360 ml)
2 1/2 msk tandoori masala
1 1/2 msk garam masala
1 tsk kóríanderfræ , möluð (má sleppa)
1 tsk cayennepipar
2 chilialdin , rauð, söxuð smátt
1 1/2 sítróna (safinn)
4 hvítlauksgeirar , pressaðir
2 msk olía
3 msk myntulauf , söxuð
salt á hnífsoddi
kóríanderlauf eða mynta til skrauts
Leiðbeiningar:
Hellið jógúrt í skál ásamt tandoori masala, garam masala, kóríander og cayenne-pipar og hrærið vel saman. Bætið chili, sítrónusafa, hvítlauk, olíu, myntu og salti út í og blandið vel.
Setjið kjúklingabringurnar út í og látið þær marínerast í a.m.k. 2 klst., jafnvel yfir nótt en þá er best að geyma skálina í ísskáp.
Takið bringurnar úr leginum og grillið þær í u.þ.b. 20-25 mínútur eða þangað til þær eru gegnsteiktar.
Skreytið með myntu eða kóríander og berið fram með naan-brauði.
Ef þið viljið hafa kjúklinginn vel rauðan á lit – þá er hægt að setja nokkra dropa af rauðum matarlit í marineringuna.
Flokkur: Indverskir réttir | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.