9.8.2012 | 10:54
Bankabygg með blaðlauk - sveppum og sólþurrkuðum tómötum
4 dl. Bankabygg
2-3 Blaðlaukar
250 gr. Sveppir
200 gr. Sólþurrkaðir tómatar - saxaðir
4 msk. Steinselja
50 gr. Rifinn Parmesanostur
1/2 grænmetisteningur
Sjóða bankabygg skv. leiðbeiningum
Blaðlaukur skorinn í þunnar sneiðar og steiktur í olíu við lágan hita.
Sveppir skornir í sneiðar eða bita og steiktir upp úr smjöri / olíu.
Þessu blandað saman ásamt osti, tómötum og steinselju.
Borið fram heitt eða kalt - sem aðalréttur eða meðlæti.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.