11.3.2013 | 10:20
Kartöflutoppar
Ég er ekki með neinar sérstakar mælieiningar.
Soðnar stappaðar kartöflur (1 - 1,5 kg)
1 beikonpakki - steiktur og saxað í litla bita
1 laukur - saxaður smátt
3 eggjarauður
svartur pipar / salt ef þarf
Öllu hrært vel saman
Sett á bökunarpappírsklædda ofnplötu - ég móta aðeins í toppa með gaffli
Pensla toppana með hrærðu eggi - mjólk - eða eggjahvítu
Gott að setja pínu rifinn ost yfir.
Bakað við góðan hita (200-200 °C) í ca. 10 mínútur.
Gott með öllu kjöti
Væri áreiðanlega mjög gott að setja graslauk í þessa toppa
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.