11.3.2013 | 10:24
Buff stroganoff
200 gr. niðursneiddir sveppir
2 laukar - í þunnum sneiðum
2 msk. sætt sinnep
2 dl. sýrður rjómi
2 dl. rjómi
1 dl. vatn
svartur pipar / salt / sósuþykkni /kjötteningur (ef vill) / sósulitur (ef vill)
Steikja sveppi og lauk. Setja sýrðan rjóma, rjóma og vatn saman við ásamt sinnepi. Krydda og þykkja ef vill.
600 gr. nautakjöt - skorið í frekar litla og ílanga bita - kryddað með hvítum pipar og steikt í örstutta stund (hafa bitana vel bleika að innan).
Setja kjötið út í vel heita sósuna og bera fram strax.
Gott með hrísgrjónum / frönskum / hrásalati. (Sumir bera fram súrar gúrkur og rauðbeður með þessu - sem er áreiðanlega gott)
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.