Hjónabandssæla með döðlum

3 bollar haframjöl

2 ½ bolli hveiti
2 bollar púðursykur
1 tsk matarsódi
1 tsk lyftiduft
250 gr brætt smjörlíki
-----------------
Allt hnoðað saman á borði (eða í skál). 
1 pakki þurrkaðar döðlur soðnar með smá vatni og maukaðar með gaffli. 
Deiginu er skipt í tvennt. 
Helmingur af deiginu settur í botninn á forminu (ég notaði venjulegt springform). 
Döðlumaukinu smurt yfir.
Hinn helmingurinn af deiginu settur yfir. 
Bakað við 180°í ca. 45-50 mínútur.

 

Þessi var geðveikt góð - fengin hjá systur minni - sem fékk hana hjá tengdamömmu sinni :)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband