Franskbrauð / snittubrauð -og hvítlauksbrauð

5 dl. Volgt vatn

5 msk. Þurrger

1 msk. Hunang

4 msk. Olía

½ msk. Salt

1 kg. Hveiti

 

Blanda saman í þessari röð, hnoða vel og láta hefast í 60 mínútur.

Hnoða niður og móta í snittubrauð /  bollur /  brauð og hefa aftur í 40 mín.

Úða með volgu vatni á 5 mínútna fresti. 

Baka við 200°C í 13 – 20 mínútur.

 

Hvítlauksbrauð.......

1 uppskrift franskbrauð

60 gr. Smjör – lint

3 hvítlauksrif

2 msk. Steinselja

 

Saxa steinselju og hvítlauk og blanda saman við smjör.

Skipta 1 uppskrift af franskbrauði í 4 jafna hluta og móta í snittubrauð.

Látið hefast í 30 mínútur.

Skera djúpan skurð eftir endilöngu brauðinu og setja hvítlaukssmjör inn í brauðið og loka vel þannig að brauðið opni sig ekki í bakstrinum. 

Baka við 200 – 210°C í 13 – 20 mínútur – þannig að brauðið verði stökkt að utan. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband