30.12.2014 | 12:56
Gamlárskvöld
Góðan dag allir !!!
Ég hlakka hrikalega mikið til morgundagsins -ætla að elda kalkúnabringurnar (sem eru í kalkúnahluta hér á síðunni).
Meira að segja eiginmaðurinn sem finnst kalkúnn og kjúlli vera frekar óspennandi kjöt - en hann tilkynnti mér í gær að hann hlakkaði rosalega mikið til að borða þetta !!! Það finnst mér alveg æðislegt !!
Endilega að prófa þessa uppskrift - hún er fáránlega góð- ef þið eruð að velta fyrir ykkur hvernig þið ætlið að hafa kalkúninn ykkar (ég verð reyndar með kalkúnabringur sem ég kaupi í Sælkerabúðinni - Smjör og salvíulegnar).
Á nýársdag ætla ég að vera með lambafille - sem ég kryddlegg - og grilla. Yndislega mjúkt og bragðgott - meðlæti er síðan eftir því sem fólk vill.
Kryddlögurinn er ca.:
2 dl. hrein jógúrt (eða AB mjólk)
1 msk. Dijon sinnep
1 tsk. hvítur pipar
1 tsk. salt
1/3 dl. sæt sojasósa (val um það) - hef ekki áður haft það - en ég veit að það mun bæta þessa uppskrift - fremur en hitt.
Ætli þessi kryddlögur dugi ekki í ca. 0,5 kg. af kjöti.
Læt kjötið liggja yfir nótt í ísskáp - og við stofuhita í nokkra klukkutíma (reyndar er nægjanlegt að leyfa því að liggja við stofuhita í nokkra tíma).
Ég tek kjötið upp og skef kryddlöginn af - krydda með svörtum pipar og grilla.
Sósa:
1 msk. smjör
1 msk. græn piparkorn í legi (fæst t.d. í Nóatúni)
1 msk. Dijon sinnep
1 msk. Worchestershire sósa
0,5 ltr. rjómi (rjómabland)
kjötteningur og þykkja.
>Steikja piparkorn í smástund í smjöri
Bæta Dijon og Worch.sósu út í ásamt kjötteningi.
Hella rjóma út í og þykkja.
Leyfið að standa í smátíma og smakkið til með kjötkrafti - sætri sojasósu - pipar.
Meðlæti annað...:
Forsteiktar kartöflur steiktar upp úr smjöri og kryddaðar með t.d. rósmarín - svörtum pipar og salti.
Einnig sætar kartöflur í bitum í eldfast mót út á það fer olía - rósmarín - svartur pipar og salt - og inn í ofn (í ca. 30 mín).
Gott salat eða hvaðeina sem fólki finnst passa með grilluðu lambi.
Verði ykkur að góðu - og gleðilegt ár !!
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.