10.4.2015 | 15:22
Naan brauð
500g hveiti
1,5 tsk salt
20 g pressuger ( ég notaði þurrger í staðinn )
250 ml vatn (volgt)
80g jógúrt - eða AB mjólk
1 tsk cummin - ég hef ekki notað cummin - en sett í staðin ca. 2 rifin hvítlauksrif.
Setja allt saman í skál og hnoða vel saman, látið standa undir rökum klút í 1 klst.
Taka smá bút af deigi og fletja það út með kökukefli eins og þú vilt að brauðið líti út (kringlótt eða aflangt)
Setja smá smjör og olíu á pönnu og steikja brauðið í smá stund. (ég hef verið með á aðeins meira en miðlungshita) - pannan er síðan þvegin af og til.
Ég hef síðan átt hvítlaukssmjör og penslað aðeins yfir brauðið þegar þau koma af pönnunni.
Þessi uppskrift er úr Brauð og kökubók Hagkaupa.
Ótrúlega góð brauð - ein og sér - með indverskum mat - eða bara með súpu.
Flokkur: Indverskir réttir | Breytt s.d. kl. 15:24 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.