13.4.2015 | 09:47
Pylsupottréttur með beikoni og sweet chilli sósu
10 pylsur
1 bréf beikon
1 peli rjómi (2,5 dl) eða mjólk
1 dl sýrður rjómi
2 tsk sojasósa
½ dl. sweet chili sósa
salt og pipar
Skerið pylsurnar og beikonið í bita og steikið á pönnu þar til það byrjar að fá fallega steikarhúð. Bætið rjóma, sýrðum rjóma, sojasósu og sweet chili sósu á pönnuna og leyfið að sjóða við vægan hita um stund svo að sósan fái bragð frá pylsunni og beikoninu. Smakkið til með pipar og salti.
Stundum hef ég sleppt því að steikja pylsurnar þar sem þær verða saltari (finnst mér) og hef sett meiri vökva í réttinn aðeins þykkt sósuna og borið fram með soðnu pasta og brauði.
Mínu fólki hefur fundist þetta mjög gott.
Flokkur: Pylsuréttir | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.