BBQ-kjöthleifur

Þessi uppskrift er mjög fljótleg og afskaplega góð, yfirleitt er slegist um síðustu bitana.  Ég ber yfirleitt fram með Maggi kartöflumús - sem mér finnst passa mjög vel með þessu.

500 gr nautahakk

½ dl rasp

3  msk  worcestershire sósa

1 msk  dijon sinnep eða annað sterkt sinnep

1 bolli bbq-sósa

2 msk hunang

1 tsk salt og 1 tsk svartur pipar

1 tsk. Hvítlauksduft

1 tsk. laukduft

 

Ofan á:

BBQ sósa

Rifinn ostur

 

Blandið öllu saman í skál – nema því sem fer ofan á.  Mótið hleif og setjið á bökunarpappírsklædda ofnskúffu.

 

Smyrjið hann með bbq sósu og setjið ostinn yfir.  Bakað við 175°C í 45 mínútur.

 

Sósa:

2 dl. Vatn

1 dl. Rjómi / mjólk

0,5-1 stk. nautateningur

1-2 dl. BBQ sósa

1 tsk. Dijon sinnep

Salt-pipar-hvítlauksduft-laukduft

Soð úr skúffunni

Þykkja ef vill


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband