Gratineraður fiskur á hrísgrjónabeði

Soðin hrísgrjón

1 kg. Ýsa (ég notaði frosna bita úr Bónus)

Töfrakrydd eða lauk- og hvítlauksduft

2,5 dl rjómi eða kókosmjólk eða mjólk

3 msk majónes

2 tsk dijon sinnep

2 tsk karrý

50-100 gr parmesan

Salt og pipar (ef þarf)

rauð paprika

1/2 blaðlaukur

200 gr rifinn ostur

 

Hrísgrjón sett í botn á eldföstu móti.

Fiskbitar settir yfir hrísgrjón og kryddið.

Hrærið saman rjóma, majónesi, sinnepi, karrý og parmesan.

Smakkið til og saltið og piprið.

Hellið sósunni yfir fiskinn og stráið fínskorinni papriku og blaðlauk yfir.

Setjið að lokum rifinn ost yfir og bakið í ca 30 mínútur við 180°C.

Borið fram með fersku salati og brauði (ef vill).


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband