13.4.2015 | 10:23
Asískar fiskbollur með kókos-chilisósu
600 g fiskihakk
1 væn lúka af fínt söxuðum kóríander
1 gul paprika (fínt saxað)
1 rauður chili (fínt saxað)
1 egg
3 hvítlauksgeirar (fínt saxað)
2-3 msk kartöflumjöl
salt og pipar
Blandið öllu saman. Ef hakkið er enn blautt má bæta við smá kartöflumjöli til viðbótar. Mótið litlar bollur.
Hitið olíu á pönnu og steikið bollurnar í 8-10 mínútur eða þær eru fulleldaðar. Tíminn ræðst auðvitað af því hvað bollurnar ykkar eru stórar.
Kókos-Chilisósa
1 dós kókosmjólk (ca 4 dl)
1 vænt búnt fínt saxaður kóríander
4 msk Sweet Chili Sauce
2 msk fiskisósa (Thai Fish Sauce)
safi úr 1/2 lime
Setjið í lítinn pott. Hitið upp að suðu og leyfið að malla og þykkna í smástund.
Borið fram með hrísgrjónum eða soðnum kartöfnum og salati.
Auðvitað er hægt að nota þurrkað Kóríander - en þá þarf mun minna magn af því.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.