13.4.2015 | 10:44
Sterkar jalapeno kjötbollur
½ kg. nautahakk
220 gr. Jalapeno rjómaostur (Philadelphia)
1 egg (þeytt)
1/3 bolli brauðmylsna
4 beikonsneiðar (steiktar og muldar)
1 bolli Cheddar osti (rifinn)
2 msk. Laukur smátt saxaður
3 hvítlauksgeirar, saxaðir
1 tsk. chili-pipar
1 tsk. Oregano
½ teskeið kúmen
½ teskeið salt
½ teskeið svartur pipar
Blandaðu öllum hráefnum saman.
Mótaðu bollur og raðaðu þeim í eldfast mót.
Bakaðu bollurnar í um það bil 15 mínútur við 200°C, ef þær eru frekar litlar.
Berist fram með sósu að eigin vali og spagettí, hrísgrjónum, soðnum kartöflum, kartöflumús eða hrásalati.
Ég myndi t.d. gera sósu úr:
3 dl. Rjómi / mjólk
1 dl. Sweet chilli sósa
2 msk. Sæt sojasósa
Kjötteningur
Hitað í potti og jafnvel þykkt aðeins með sósuþykkni.
Eða köld sósa:
Sýrður rjómi sweet chilli sósa og sæt soja
Hrærið saman og smakkist þar til þið eruð sátt með útkomuna.
Flokkur: Hakkréttir | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.