Lauksúpa með beikonkurli og steiktu hvítlauksbrauði

2-3 msk smjör

maizena

6-7 laukar

7,5 dl vatn

2,5 dl rjómi

1 kjúklingateningur

1 grænmetisteningur

1 tsk timian - þurrkað)

smá af hvítum pipar

170 g beikon

baquette

hvítlauksrif

 

Skerið laukinn í þunnar sneiðar og mýkið í smjöri við vægan hita. Laukurinn á ekki að brúnast heldur bara að verða mjúkur. Hellið vatni og rjóma yfir og setjið teninga og krydd út í. Látið sjóða við vægan hita í 15-20 mínútur og þykkið með maizena.

 

Steikið beikon á pönntu og leggið á eldhúspappír, skerið það smátt niður.

Ekki þrífa pönnuna !

 

Skerið baquette í sneiðar. Hitið ólívuolíu á pönnunni sem beikonið var steikt á, pressið hvítlauk út í og steikið brauðsneiðarnar

 

Berið súpuna fram með beikonkurlinu og hvítlauksbrauðinu.

 

Lauksúpa


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband