13.4.2015 | 11:38
Súkkulaðikaka með pekanhnetum
Heildar bökunartími ca 30 mínútur
4-5 msk smjör
100gr suðusúkkulaði
3 egg
3 dl sykur
1 1/2 dl hveiti
1 tsk salt
1 tsk vanilludropar
Bræðið smjör og súkkulaði yfir vatnsbaði.
Þeytið egg og sykur og blandið vanilludropum saman við.
Því næst er þurrefnunum blandað varlega saman við eggjablönduna.
Að lokum er öllu blandað saman, deiginu hellt í form og kakan bökuð í 15 18 mínútur við 180°C.
Á meðan kakan bakast til hálfs er eftirfarandi hitað í potti:
4 msk smjör
1 dl púðursykur
2 msk rjómi
rjóminn er settur síðast og blandan látin sjóða í 1 mínútu.(kælið lítið eitt) (ég geri 11/2 uppskrift af karamellunni)
Þegar kakan hefur verið inni í fimmtán mínútur er hún tekin út. Stráið
innihaldi úr einni dós af pekanhnetum/valhnetum yfir kökuna og hellið
púðursykurskaramellunni yfir.
Bakið áfram í aðrar 15-18 mínútur.
Þegar kakan er full bökuð er 150 gr. af smátt söxuðu suðursúkkulaði stráð
yfir kökuna.
Kakan er best ný bökuð en ef hún er kæld storknar súkkulaðið og hún verður
eins og konfekt;)
Berið fram með ís eða þeyttum rjóma.
Bökunartíminn fer eftir ofninum, ég hef yfirleitt þurft að hafa hana í 20 mín. fyrri hlutann.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.