25.6.2015 | 10:33
Súkkulaðiköku möffins
Rosalega góðar með stökkum toppi !
150 gr sykur
150 gr púðursykur
125 gr smjörlíki
2 egg
260 gr hveiti
1/2 tsk salt
1 tsk matarsódi
1 tsk lyftiduft
40 gr kakó
2 dl mjólk
Krem:
500 gr flórsykur
80 gr smjör brætt
60 gr kakó
1 tsk vanilludropar
1 stk egg
2 msk kaffi
heitt vatn ef það þarf að þynna kremið
Bakað við 180°C í ca. 20 mínútur
U.þ.b. 12 möffins
Þeyta smjörlíki, sykur og púðursykur mjög vel saman.
Þeyta 1 egg í einu saman við og þeyta vel á milli.
Þurrefnin eru sigtuð saman í aðra skál.... og sigta þau saman 3 4 sinnum
Taka út 2 msk. Af hveiti af hverjum bolla og setja 2 msk. Af maisenamjöli í staðinn.
Þetta á að gera það að verkum að kökurnar verði léttari og fluffy og miklu betri !!!
Ég gerði þetta og urðu þessi möffins ótrúlega góð.
Hræra þá þurrefnum og mjólk út í smjörlíki/sykur/eggjablöndu.
Til að hafa mjúkar og fluffy kökur, þá er að hræra deigið sem minnst eftir að þurrefni og mjólk hafa verið sett út í.
Ef kökudeig er hrært of mikið þá binst glúteinið í hveitinu, fínt þegar maður er að baka brauð en ekki í kökugerð J
Ef þú átt möffinskökuplatta þá er snilld að nota hann, setja möffins form í hann og setja deig næstum í topp af forminu þá koma svona hattar á hverja möffins.
Engin nauðsyn að gera kremið möffinsið er gott eitt og sér.
Væri áreiðanlega gott að setja súkkulaðibita í deigið (hræra bitunum út í hveitið áður en það fer út í).
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.