Efnaskiptakúrinn

Fór í þennan fyrir nokkrum árum - held að ég hafi haldið hann næstum því alveg út - ekki kannski alveg.... en missti þó slatta af kílóum !!

 

Efnaskiptakúrinn

Þessi kúr varir í 13 daga og er þess vegna erfiður, en árangursins virði.

Hann gengur út á það að breyta efnaskiptum líkamans. Sem gerir það að verkum að eftir þessa 13 daga, getur þú aftur byrjað að borða venjulega, án þess að þú hlaðir á þig strax aftur. Þetta er ekki hefðbundinn sultarkúr, heldur kúr sem eykur efnaskiptin og brennslu líkamans og heldur þess vegna áfram að virka eftir að honum líkur.

Ef að kúrnum er fylgt nákvæmlega eftir missir maður ca 7-20 kg. Allt umfram fita.
Kúrinn skal vara í 13 daga, hvorki meira né minna.

Eins og áður var nefnt, verður að fylgja kúrnum nákvæmlega. Þess vegna er einn bjór eða vínglas, auka matur eða tyggjó, nóg til þess að kúrinn er ónýtur.  Má byrja á honum aftur eftir 6 mánuði, ekki fyrr. Ef maður er ekki kominn lengra en 6 daga má byrja aftur eftir 3 mánuði.

Þegar kúrnum hefur verið fylgt eftir staf fyrir staf í 13 daga, má ekki undir neinum kringumstæðum fara í annan eins næsta árið. Æskilegt er að það líði allavega 2 ár ef nauðsynlegt þykir að endurtaka kúrinn.

Vegna lengdar kúrsins er viturlegast að skipuleggja hann fram í tímann, þannig að boð eða þess háttar stangist ekki á við hann.

Nauðsynlegt er að drekka mikið vatn um 3 lítra á dag til þess að forðast höfuðverk og aðrar aukaverkanir.

Spínat er 2 x á boðstólnum.  Kaupið pakka af frosnu spínati og hlutið í tvennt.  Þá er til fyrir bæði skiptin. Einnig er hægt að nota blómkál þá ca ¼ af meðal haus í einu.

1 stórt buff      =          300 gr magurt nautakjöt, lítil olía notuð til steikingar
Skinka             =          8 sneiðar af áleggsskinku.
Jógurt              =          Lítil dós af hreinu- eða léttjógurt með vanillu.
Salat                =          Aðeins grænt salat, eins mikið og hver vill.
Ýsa                 =          Um  200 gr.  (soðin eða grilluð í eigin soði)
Kjúklingur       =          ½ stór kjúklingur.  MUNA að fjarlægja skinnið.
Ávöxtur           =          Allir ferskir ávextir – nema banani.

 

  1. Dagur - (þriðjudagur - 6. September)

Morgunmatur: 1 bolli svart kaffi og 1 sykurmoli.
Hádegismatur: 2 harðsoðin egg, spínat / blómkál (soðið) og 1 tómatur
Kvöldmatur: 1 stórt buff með olíu og salati

2. Dagur  -  (miðvikudagur - 7. September)

Morgunmatur: 1 bolli svart kaffi og 1 sykurmoli
Hádegismatur: 8 sneiðar skinka og 1 dós jógúrt
Kvöldmatur: 1 stórt buff,  salat með olíu og sítrónu og 1 ferskur ávöxtur


  1. Dagur - (fimmtudagur – 8. September)

Morgunmatur: 1 bolli svart kaffi, 1 sykurmoli og 1 sneið ristað brauð
Hádegismatur: 1 harðsoðið egg, 8 sneiðar skinka,  salat með olíu og sítrónu
Kvöldmatur: Soðið sellerí/aspas 1 tómatur og 1 ferskur ávöxtur

4. Dagur  -  (föstudagur – 9. September)

Morgunmatur: 1 bolli svart kaffi, 1 sykurmoli og 1 sneið ristað brauð
Hádegismatur: 1 glas ávaxtasafi og 1 jógúrt
Kvöldmatur: 1 harðsoðið egg, 1 rifin gulrót og kotasæla 300 gr

5. Dagur  -  (laugardagur – 10. September)

Morgunmatur: 1 stór rifin gulrót með sítrónu
Hádegismatur: Soðin/grilluð ýsa með sítrónu og smá smjörklípu (létt og laggott)
Kvöldmatur: 1 stórt buff og  salat með soðnu sellerí/aspas

6. Dagur  -  (sunnudagur – 11. September)

Morgunmatur: 1 bolli svart kaffi, 1 sykurmoli og  1 sneið ristað brauð
Hádegismatur: 2 harðsoðin egg og stór rifin gulrót
Kvöldmatur: ½ kjúklingur, salat með sítrónu og olíu

7. Dagur  -  (mánudagur – 12. September)

Morgunmatur: 1 bolli te
Hádegismatur: ekkert
Kvöldmatur: 1stykki grilluð lambakótiletta og 1 ferskur ávöxtur.

8. Dagur -    Eins og 1. dagur  (þriðjudagur – 13. September)


  1. Dagur -  Eins og 2. dagur  (miðvikudagur – 14. September)

  2. Dagur - Eins og 3. dagur (fimmtudagur – 15. September)

  3. Dagur - Eins og 4. dagur (föstudagur – 16. September)

  4. Dagur - Eins og 5. dagur (laugardagur – 17. September)

  5. Dagur - Eins og 6. Dagur (sunnudagur – 18. September)

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband