28.12.2015 | 19:15
Baileys frómas
Þessi er ómissandi hver jól í minni fjölskyldu... meira að segja sá matvandasti í stórfjölskyldunni sagðist hafa verið að vonast eftir að þetta yrði í eftirrétt á jóladag.
Upphaflega fann ég þessa uppskrift í Gestgjafablaði - held ég árið 1987, ég breytti henni aðeins - en uppskriftin hefur verið óbreytt hjá mér síðan þá.
3 stk egg
1,5 dl sykur
6 blöð matarlím
½ ltr. rjómi
0,5 dl Baileys
125 gr suðusúkkulaði, saxað
Leggja matarlím í bleyti í kalt vatn
Þeyta egg og sykur mjög vel saman
Súkkulaði og eggjahræra sett í sér skál og hrært saman
Rjómi þeyttur
Baileys hitað í örbylgjuofni (ca. 20 sekúndur) og matarlím sett út í (stundum hef ég þurft að hita aðeins í viðbót til að matarlím leysist betur upp).
Þegar rjóminn er þeyttur, hræri ég Baileys-matarlímið út í eggja- og súkkulaðihræru, helli út í, í mjórri bunu og hræri vel í á meðan (til að verði ekki kekkjótt (ef þú hefur engan til að halda í skálina meðan þú hrærir saman, þá hef ég sett blauta tusku undir skálina, til að hún sé ekki að hreyfast á meðan ég hræri saman J ).
Þegar þessu er lokið, hræri ég þeytta rjómann saman við – og set í þá skál sem á að bera frómasinn fram í.
Settí kæli, er ca. 2 klst að stífna. En ég geri þennan yfirleitt daginn áður en hann er notaður.
Klikkar aldrei..... aðeins að muna að þegar baileys-matarlímið er hellt út í eggjablönduna - að þeyta um leið og er hellt í mjórri bunu út í - annars fer matarlímið í kekki og er skelfilega vont. (ég helli alveg þó að að sé pínu heitt - kannski ekki alveg brennandi heitt - gott að kæla aðeins - en þarf alls ekki að vera kalt þegar er hellt út í :) ).
Flokkur: Eftirréttir | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.