Sterkar jalapeno kjötbollur

½ kg. nautahakk

220 gr. Jalapeno rjómaostur (Philadelphia)

1 egg (þeytt)

1/3 bolli brauðmylsna

4 beikonsneiðar (steiktar og muldar)

1 bolli Cheddar osti (rifinn)

2 msk. Laukur smátt saxaður

3 hvítlauksgeirar, saxaðir

1 tsk. chili-pipar

1 tsk. Oregano

½  teskeið kúmen

½  teskeið salt

½  teskeið svartur pipar

 


Blandaðu öllum hráefnum saman.
Mótaðu bollur og raðaðu þeim í eldfast mót.
Bakaðu bollurnar í um það bil 15 mínútur við 200°C, ef þær eru frekar litlar.
Berist fram með sósu að eigin vali og spagettí, hrísgrjónum, soðnum kartöflum, kartöflumús eða  hrásalati.

Ég myndi t.d. gera sósu úr:

3 dl. Rjómi / mjólk

1 dl. Sweet chilli sósa

2 msk. Sæt sojasósa

Kjötteningur

 

Hitað í potti og jafnvel þykkt aðeins með sósuþykkni.

 

Eða köld sósa:

 

Sýrður rjómi – sweet chilli sósa og sæt soja

Hrærið saman og smakkist þar til þið eruð sátt með útkomuna.


Klassískt amerískt Cole Slaw

Mjög gott með grilluðu kjöti, pylsum, fiski

 

500 gr. Hvítkál

200 gr. Gulrætur

1 lítill laukur eða hálfur stór

2 dl. Sýrður rjómi  

3-4 msk. Majones

3-4 msk. Sýrðar gúrkur

1 msk. Vínedik

1 msk. Sykur

1 tsk. Sellerífræ (Celery Seeds)

½ tsk. Hvítur pipar

1 tsk. Salt

Skerið stilkinn af kálhausnum og hreinsið hann vel, flysjið gulræturnar og afhýðið laukin. Saxið grænmetið í þeim grófleika sem þið viljið.

Í stórri skál blandið þið saman sýrða rjómanum og majonnesinu, bætið edikinu og gúrkunum saman við og loks öllum kryddunum. Blandið vel saman og hrærið loks saxaða grænmetinu saman við.

Kælið í ísskáp áður en salatið er borið fram.

Cole Slaw er hægt að gera í margvíslegum útgáfum og fyrsta skrefið er að ákveða hversu fínt ekki að rífa grænmetið niður. Það er hægt að saxa það gróft með hnífi, rífa það niður á grófasta hluta rífjárnsins eða hakka í matvinnsluvél. Það hvaða leið er farin skiptir miklu máli varðandi lokaniðurstöðuna.

Það er líka hægt að stytta sér leið með því að kaupa tilbúna salatblöndu og saxa hana gróft niður.


Asískar fiskbollur með kókos-chilisósu

600 g fiskihakk

1 væn lúka af fínt söxuðum kóríander

1 gul paprika (fínt saxað)

1 rauður chili (fínt saxað)

1 egg

3  hvítlauksgeirar (fínt saxað)

2-3 msk kartöflumjöl

salt og pipar

 

Blandið öllu saman. Ef hakkið er enn blautt má bæta við smá kartöflumjöli til viðbótar. Mótið litlar bollur.

Hitið olíu á pönnu og steikið bollurnar í 8-10 mínútur eða þær eru fulleldaðar. Tíminn ræðst auðvitað af því hvað bollurnar ykkar eru stórar.

 

Kókos-Chilisósa

 

1 dós kókosmjólk (ca 4 dl)

1 vænt búnt fínt saxaður kóríander

4 msk Sweet Chili Sauce

2 msk fiskisósa (Thai Fish Sauce)

safi úr 1/2 lime

 

Setjið í lítinn pott. Hitið upp að suðu og leyfið að malla og þykkna í smástund.

 

Borið fram með hrísgrjónum eða soðnum kartöfnum og salati.

 

Auðvitað er hægt að nota þurrkað Kóríander - en þá þarf mun minna magn af því.


Pastagratin

Ég hef reyndar ekki prófað þessa uppskrift ennþá - en mér finnst hún hljóma mjög vel

Soðið pasta

kjötsósa (steikið 1 bakka af nautahakki, kryddið og setjið niðursoðna tómata eða pastasósu yfir og látið sjóða saman)

kirsuberjatómatar

vorlaukur

rifinn ostur

 

Ostasósa

4 dl rjómi eða mjólk

100 g beikonsmurostur

1-2 dl rifinn ostur

salt og pipar

 

Sjóðið pastað.

Steikið nautahakkið og kryddið eftir smekk. Setjið góða pastasósu eða niðursoðna tómata yfir og látið sjóða saman.

Setjið rjóma/mjólk í pott ásamt beikonsmurostinum og látið suðuna koma upp.

Bætið rifnum osti í pottinn og látið bráðna saman við. Saltið og piprið og takið af hitanum.

Setjið pastað í eldfast mót og hellið kjötsósunni yfir. Skerið kirsuberjatómata í tvennt og setjið yfir kjötsósuna ásamt niðurskornum vorlauki.

Hellið ostasósu yfir og stáið rifnum osti yfir.

Setjið í  200 °C heitan ofn í um 20 mínútur eða þar til osturinn hefur bráðnað og fengið fallegan lit.

Borið fram með salati og góðu brauði


Steiktur fiskur í kókoskarrý

Ýsuflök 1 kg.

3 dl hveiti

1,5 dl mjólk

1-2 tsk karrý

½-1 tsk timjan

2 egg

3 msk kókosmjöl

Salt og pipar

 

Öllum hráefnum, fyrir utan fiskinn, er hrært saman í skál. Fiskurinn er skorinn í bita og látinn liggja í blöndunni í 1-1½ klst. Steikið fiskinn á pönnu og berið hann fram með hrísgrjónum, salati, og góðri sósu, t.d. karrýsósu eða sinnepssósu.


Gratineraður fiskur á hrísgrjónabeði

Soðin hrísgrjón

1 kg. Ýsa (ég notaði frosna bita úr Bónus)

Töfrakrydd eða lauk- og hvítlauksduft

2,5 dl rjómi eða kókosmjólk eða mjólk

3 msk majónes

2 tsk dijon sinnep

2 tsk karrý

50-100 gr parmesan

Salt og pipar (ef þarf)

rauð paprika

1/2 blaðlaukur

200 gr rifinn ostur

 

Hrísgrjón sett í botn á eldföstu móti.

Fiskbitar settir yfir hrísgrjón og kryddið.

Hrærið saman rjóma, majónesi, sinnepi, karrý og parmesan.

Smakkið til og saltið og piprið.

Hellið sósunni yfir fiskinn og stráið fínskorinni papriku og blaðlauk yfir.

Setjið að lokum rifinn ost yfir og bakið í ca 30 mínútur við 180°C.

Borið fram með fersku salati og brauði (ef vill).


BBQ-kjöthleifur

Þessi uppskrift er mjög fljótleg og afskaplega góð, yfirleitt er slegist um síðustu bitana.  Ég ber yfirleitt fram með Maggi kartöflumús - sem mér finnst passa mjög vel með þessu.

500 gr nautahakk

½ dl rasp

3  msk  worcestershire sósa

1 msk  dijon sinnep eða annað sterkt sinnep

1 bolli bbq-sósa

2 msk hunang

1 tsk salt og 1 tsk svartur pipar

1 tsk. Hvítlauksduft

1 tsk. laukduft

 

Ofan á:

BBQ sósa

Rifinn ostur

 

Blandið öllu saman í skál – nema því sem fer ofan á.  Mótið hleif og setjið á bökunarpappírsklædda ofnskúffu.

 

Smyrjið hann með bbq sósu og setjið ostinn yfir.  Bakað við 175°C í 45 mínútur.

 

Sósa:

2 dl. Vatn

1 dl. Rjómi / mjólk

0,5-1 stk. nautateningur

1-2 dl. BBQ sósa

1 tsk. Dijon sinnep

Salt-pipar-hvítlauksduft-laukduft

Soð úr skúffunni

Þykkja ef vill


Pylsupottréttur með beikoni og sweet chilli sósu

10 pylsur

1 bréf beikon

1 peli rjómi (2,5 dl) – eða mjólk

1 dl sýrður rjómi

2 tsk sojasósa

½ dl. sweet chili sósa

salt og pipar

Skerið pylsurnar og  beikonið í bita og steikið á pönnu þar til það byrjar að fá fallega steikarhúð. Bætið rjóma, sýrðum rjóma, sojasósu og sweet chili sósu á pönnuna og leyfið að sjóða við vægan hita um stund svo að sósan fái bragð frá pylsunni og beikoninu. Smakkið til með pipar og salti.

Stundum hef ég sleppt því að steikja pylsurnar þar sem þær verða saltari (finnst mér) og hef sett meiri vökva í réttinn – aðeins þykkt sósuna – og borið fram með soðnu pasta og brauði. 

Mínu fólki hefur fundist þetta mjög gott.


Naan brauð

500g hveiti
1,5 tsk salt
20 g pressuger ( ég notaði þurrger í staðinn )
250 ml vatn (volgt)
80g jógúrt - eða AB mjólk
1 tsk cummin - ég hef ekki notað cummin - en sett í staðin ca. 2 rifin hvítlauksrif.

Setja allt saman í skál og hnoða vel saman, látið standa undir rökum klút í 1 klst.

Taka smá bút af deigi og fletja það út með kökukefli eins og þú vilt að brauðið líti út (kringlótt eða aflangt)

Setja smá smjör og olíu á pönnu og steikja brauðið í smá stund. (ég hef verið með á aðeins meira en miðlungshita) - pannan er síðan þvegin af og til.

Ég hef síðan átt hvítlaukssmjör og penslað aðeins yfir brauðið þegar þau koma af pönnunni.

 

Þessi uppskrift er úr Brauð og kökubók Hagkaupa.

 

Ótrúlega góð brauð - ein og sér - með indverskum mat - eða bara með súpu.


Pítubrauð

Innihald:

1 msk. Ger

3 dl. volgt vatn

1 tsk. Salt

7 – 8 dl. Hveiti

 

Aðferð:
Hellið volgu vatninu í skál og sáldrið gerinu yfir, leyfið því að standa í um 5 til 10 mínútur. Bætið saltinu við og 3,5 dl. af hveiti og hrærið aðeins, bætið svo 3,5 dl. til viðbótar og meira ef ykkur finns deigið of blautt, það á ekki að klístrast við hendurnar en á samt ekki að vera of þurt. Látið hnoðast vel í um 5 mínútur.

 

Skiptið deiginu í 6 til 8 bita, eða færri/fleiri það fer eftir því hvað þú vilt hafa brauðin stór. Gerðu kúlur úr deiginu, stráðu hveiti á borðið og notaðu svo kökukefli til þess að fletja úr kúlunni svo úr verði fallegur hringur sem er sirka hálfur cm. á þykkt. Passaðu að hver hringur sé jafn þykkur allsstaðar!!

Þegar búið er að fletja allt út láttu þá alla hringina liggja á hveitistráðum fleti í 30 til 40 mínútur.    Á meðan deigið er að lyfta sér, stiltu þá ofninn á 220° (undir/yfir eða 200 á blæstri).       Þegar þessar 30 til 40 mínútur eru liðnar, taktu þér þá spaða og snúðu deighringjunum við á plötunni, þannig að sú hlið sem snéri niður áðan snúi upp núna. Þá er bara að skella þessu inn í ofn í 10 til 15 mínútur eða þar til brauðin eru orðin smá brún að hluta til.

Ég mæli með því að þú fylgist með brauðinu í ofninum fyrstu 5 mínúturnar, þá sérðu töfrana gerast 
Brauðið setti ég svo bara í poka og inn í frysti og tók út og skellti í ristavélini þegar ég þurfti.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband