30.12.2014 | 14:21
Ítalskar kjötbollur
50 gr. Skorpulaust brauð (bleytt í mjólk)
1 lítið beikonbréf
500 gr. Nautahakk
1 tsk. Sítrónubörkur
25 gr. Parmesanostur
2 hvítlauksgeirar
2 stk. Egg (pískuð saman)
1 msk. Steinselja
Múskat salt pipar
Hræra allt vel saman og móta í litlar bollur.
Velta bollum upp úr hveiti og steikja í olíu.
Ég hef síðan keypt Hunts tómatsósu (roasted onion og garlic) sett hana í pott og bollur út í hita saman við vægan hita.
Gott með pasta og hvítlauksbrauði :)
30.12.2014 | 12:56
Gamlárskvöld
Góðan dag allir !!!
Ég hlakka hrikalega mikið til morgundagsins -ætla að elda kalkúnabringurnar (sem eru í kalkúnahluta hér á síðunni).
Meira að segja eiginmaðurinn sem finnst kalkúnn og kjúlli vera frekar óspennandi kjöt - en hann tilkynnti mér í gær að hann hlakkaði rosalega mikið til að borða þetta !!! Það finnst mér alveg æðislegt !!
Endilega að prófa þessa uppskrift - hún er fáránlega góð- ef þið eruð að velta fyrir ykkur hvernig þið ætlið að hafa kalkúninn ykkar (ég verð reyndar með kalkúnabringur sem ég kaupi í Sælkerabúðinni - Smjör og salvíulegnar).
Á nýársdag ætla ég að vera með lambafille - sem ég kryddlegg - og grilla. Yndislega mjúkt og bragðgott - meðlæti er síðan eftir því sem fólk vill.
Kryddlögurinn er ca.:
2 dl. hrein jógúrt (eða AB mjólk)
1 msk. Dijon sinnep
1 tsk. hvítur pipar
1 tsk. salt
1/3 dl. sæt sojasósa (val um það) - hef ekki áður haft það - en ég veit að það mun bæta þessa uppskrift - fremur en hitt.
Ætli þessi kryddlögur dugi ekki í ca. 0,5 kg. af kjöti.
Læt kjötið liggja yfir nótt í ísskáp - og við stofuhita í nokkra klukkutíma (reyndar er nægjanlegt að leyfa því að liggja við stofuhita í nokkra tíma).
Ég tek kjötið upp og skef kryddlöginn af - krydda með svörtum pipar og grilla.
Sósa:
1 msk. smjör
1 msk. græn piparkorn í legi (fæst t.d. í Nóatúni)
1 msk. Dijon sinnep
1 msk. Worchestershire sósa
0,5 ltr. rjómi (rjómabland)
kjötteningur og þykkja.
>Steikja piparkorn í smástund í smjöri
Bæta Dijon og Worch.sósu út í ásamt kjötteningi.
Hella rjóma út í og þykkja.
Leyfið að standa í smátíma og smakkið til með kjötkrafti - sætri sojasósu - pipar.
Meðlæti annað...:
Forsteiktar kartöflur steiktar upp úr smjöri og kryddaðar með t.d. rósmarín - svörtum pipar og salti.
Einnig sætar kartöflur í bitum í eldfast mót út á það fer olía - rósmarín - svartur pipar og salt - og inn í ofn (í ca. 30 mín).
Gott salat eða hvaðeina sem fólki finnst passa með grilluðu lambi.
Verði ykkur að góðu - og gleðilegt ár !!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.7.2014 | 12:00
Franskbrauð / snittubrauð -og hvítlauksbrauð
5 dl. Volgt vatn
5 msk. Þurrger
1 msk. Hunang
4 msk. Olía
½ msk. Salt
1 kg. Hveiti
Blanda saman í þessari röð, hnoða vel og láta hefast í 60 mínútur.
Hnoða niður og móta í snittubrauð / bollur / brauð og hefa aftur í 40 mín.
Úða með volgu vatni á 5 mínútna fresti.
Baka við 200°C í 13 20 mínútur.
Hvítlauksbrauð.......
1 uppskrift franskbrauð
60 gr. Smjör lint
3 hvítlauksrif
2 msk. Steinselja
Saxa steinselju og hvítlauk og blanda saman við smjör.
Skipta 1 uppskrift af franskbrauði í 4 jafna hluta og móta í snittubrauð.
Látið hefast í 30 mínútur.
Skera djúpan skurð eftir endilöngu brauðinu og setja hvítlaukssmjör inn í brauðið og loka vel þannig að brauðið opni sig ekki í bakstrinum.
Baka við 200 210°C í 13 20 mínútur þannig að brauðið verði stökkt að utan.
Bakstur | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.7.2014 | 11:31
Krabbasalat
200 gr. krabbakjöt (surimi)
100 gr. Hvítkál
½ rauðlaukur
½ Chilli - rautt
4 -6 matsk. majones
2 matsk. sýrður rjómi
safi úr 1/4 lime / sítrónu
salt og pipar
Paprikuduft og/eða karrí / Chilli og/eða sjávarréttakrydd
Krabbakjötið er rifið niður í matvinnsluvél. Tekið úr og hvítkálið og laukur rifið níður í vélinni. Þessu er blandað saman ásamt majónesinu og sýrða rjómanum.
Limesafinn kreistur út í og kryddað eftir smekk.
(Ég á reyndar eftir að prófa þetta - en ég held þó að þetta verði gott)
Salat | Breytt s.d. kl. 11:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.7.2014 | 11:14
Sjávarréttapastað mitt
1 pk. Svart spagetti (500 gr.)
6 hvítlauksrif
2 rauð Chilli
Smjör / olía
Chilli kryddi (Chilli explosion)
Sjávarréttakrydd (frá sömu og Chilli Explosion)
1 pk. Risarækjur
1 pk. Surimi (krabbi)
Nokkrir humarhalar (eða hörpudiskur)
Sweet chilli sósa
1,5 dl. Rjómi
Sjóða pasta skv. Leiðbeiningum (kannski 1,5-2 mínútum skemur)
Mýkja hvítlauk og chilli í smjöri / olíu
Bæta sjávarréttum út á og látið malla í smástund (ekkert lengi)
Krydda og bæta chilli sósu út í ásamt rjóma og hita.
Setja pata út í og leyfa að malla í smástund (1,5 2 mínútur þess vegna að sjóða pata aðeins styttra þannig að það verði ekki ofeldað).
Berið fram t.d. með góðu brauði
Okkur fannst þetta alveg agalega gott.
Ég keypti humarskelbrot í Bónus og notaði nokkra humarhala í þetta afgang af þeim ætla ség að nota í humarpizzu en skeljarnar sjálfar notaði ég í humarsúpu sem er óhugnanlega góð og engin þörf á að nota humarinn í súpuna.
Þannig að úr einum poka af ódýrum humar er hægt að útbúa 3 mismunandi rétti J
Pasta | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.7.2014 | 10:38
Hafraklattar
1 ¼ bolli hveiti
1 tsk matarsódi
½ tsk salt
½ msk kanill
1 bolli lint smjör
½ bolli sykur
1 bolli púðursykur
2 tsk vanillusykur
2 egg
Allt hrært vel saman.
Þessu að neðan blandað saman við að lokum og hrært smá stund.
3 bollar haframjöl
300 gr gott múslí (um að gera að prófa mismunandi tegundir af múslí,
ef það er mjög gróft þá er bara hægt að berja það með buff hamri)
Svo spari þá má nota:
200 gr rúsínur
100 gr suðusúkkulaði.
Búnar til kúlur á stærð við tómata og flatt lítillega út.
Bakað við 200°C í ca. 7-8 mín.
Þeir eiga að vera svolítið linir þegar þeir eru teknir út, en harðna þegar þeir kólna.
Bakstur | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.7.2014 | 09:07
Hjónabandssæla með döðlum
3 bollar haframjöl
2 ½ bolli hveiti
2 bollar púðursykur
1 tsk matarsódi
1 tsk lyftiduft
250 gr brætt smjörlíki
-----------------
Allt hnoðað saman á borði (eða í skál).
1 pakki þurrkaðar döðlur soðnar með smá vatni og maukaðar með gaffli.
Deiginu er skipt í tvennt.
Helmingur af deiginu settur í botninn á forminu (ég notaði venjulegt springform).
Döðlumaukinu smurt yfir.
Hinn helmingurinn af deiginu settur yfir.
Bakað við 180°í ca. 45-50 mínútur.
Þessi var geðveikt góð - fengin hjá systur minni - sem fékk hana hjá tengdamömmu sinni :)
Bakstur | Breytt 17.12.2014 kl. 12:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.7.2014 | 14:33
Beikonsulta
· 500 g þykkt beikon
· 2 laukar, þunnt sneiddir
· 1 dl hlynsíróp
· 1 dl vatn
· 3 msk balsam edik
· 2 msk Dijon sinnep
· 2 tsk Worcestershire sósa
· salt og pipar eftir smekk
Skerið niður beikon í 1 cm. strimla og steikið í góðum þykkbotna potti við miðlungs háan hita í 15-20 min. þar til beikonið er að verða stökkt. Hellið helmingnum af fitunni úr pottinum. Setjið lauk út í pottinn og steikið í 10 min., eða þar til hann er orðinn vel mjúkur. Látið síróp, vatn, balsamik edik, sinnep og Worcestershire sósu út í og náið upp suðu. Salt og pipar eftir smekk og látið síðan malla í tæpan klukkutíma. Áferðin á sultunni á þá að vera orðin klístuð. Leyfið sultunni að kólna örlítið og komið síðan fyrir í matvinnsluvél. Maukið þar til ásættanleg áferð er náð og hellið sultunni í krukkur.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.1.2014 | 20:26
Viskí borgari

Þar sem við hjónin fengum hamborgarapressu í jólagjöf, þá er ekki seinna vænna en að fara að prufukeyra hana - og urðu fyrir valinu þessir fínu "Viskí-borgarar"

750 gr nautahakk
0,5 dl. bjór
1 msk. Worchestershire-sósa
1 dl. Viskí
2 tsk. hvítlauksduft
1 tsk. Laukduft
1 tsk. Salt
1 tsk. Pipar
100-150 gr. gróft rifinn ostur (við vorum með 26% brauðost)
hræra öllu vel saman og höfðum við borgarana frekar þykka - rúmlega 150 gr. hver.
Steiktum þá í 2,5 mínútur á hvorri hlið - þeir voru talsvert rauðir og djúsí.
Steiktum beikon og stór ostsneið fór á hvern borgara, hituðum þá í ofni - í brauði.
Hamborgarasósa:
1 bolli majones
1/2 bolli tómatsósa (persónulega fannst mér það of mikið - myndi minnka niður í 1/4 bolla)
1/4 bolli Sætt sinnep (gult)
1/8 tsk. Hvítvínsedik
2 fínt saxaðir skalottlaukar
2 msk. púðursykur
Pipar og salt.
Bárum þá fram með frönskum, sætum-frönskum og hamborgarasósunni hér að ofan.
Reyndar þá er ég mjög hrifin af Chilli-Bernessósunni frá Hrefnu Sætran, mér finnst hún passa mjög vel með hamborgurum.
Hins vegar á þarf ég að fara að finna einhverjar góðar hamborgarasósur.
Hamborgarar | Breytt s.d. kl. 20:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.1.2014 | 20:08
Kalkúnabringur og meðlæti

Kalkúnabringur:
Kalkúnabringur steiktar í smjöri og færðar í ofnskúffu, kryddaðar með salvíu, salti og pipar.
Brætt smjör og hvítvín haft í ofnskúffunni á meðan á eldun stendur.
Hafa ofninn í 160°C og bakið þar til kjarnhitinn er 64°C
Púrtvínssósa:
1 stk. laukur
2 tsk. salvía
3 msk. olía
2 dl. hvítvín
6 dl. vatn
2 teningar hænsnakraftur
1 teningur nautakraftur
2 dl. rjómi
2-3 msk. rifsberjasulta
1 dl. púrtvín
Sósuþykkni
Soð af kalkúni
Laukur fínt saxaður og steiktur við vægan hita í olíu, ásamt salvíu. Hvítvíni bætt saman við og soðið í ca. 5 mín. Vatni og kröftum bætt saman við og suðan látin koma upp.
Rjóma, rifsberjasultu og soði af kalkún bætt við. Þykkt með sósuþykkni og smakkað til með púrtvíni, salti og pipar.
Sæt kartöflumús:
2-3 bolli maukaðar sætar kartöflur
1 tsk. vanilla
1/4 tsk. salt
1 bolli sykur
1/2 bolli smjör
1 tsk. lyftiduft
2 egg
Öllu blandað saman, sett í smurt eldfast form og bakað í 20 mín. í 200°C.
Þá setjum við þetta yfir og bökum aftur í 20 mínútur....
3 tsk. bráðið smjör
1/4 bolli púðursykur
1 1/4 bolli kornfleks
1/2 bolli saxaðar heslihnetur
Eplasalat:
Mjög gott að bera fram með eplasalati, sem samanstendur af t.d. (hlutföllin eru ca. hjá mér)
2 dl. Þeyttur rjómi og 1 dl. sýrður rjómi,
2-3 msk. Egils appelsínuþykkni
2 rauð og 2 græn epli (eða bara rauð - eða græn)
nokkur vínber
Hnetur ef vill - eða hafa þær sér í skál fyrir þá sem vilja
Hræra saman og geyma í kæli þar til er borið fram.
(Sýran í appelsínuþykkni kemur í veg fyrir að epli verði brún - fyrr en næsta dag - en þá er þetta allt búið!!!!!!!!)
Kalkúnn | Breytt s.d. kl. 20:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)