2.8.2010 | 18:44
Humarsúpa
1 kg. humar í skel
50 gr. smjör
1 stór laukur
2 gulrætur
5 dl. vatn (+fiskiteningur)
5 dl. hvítvín (t.d. ááfengt)
2,5 dl. kjúklingasoð
1 hvítlauksrif
1 msk. tómatmauk
2 dl. rjómi
1 msk. koníak (má sleppa)
salt - hvítur pipar - ketjap manis sojasósa
maisena ef fólk vill þykkja aðeins.
Taka humar úr skel - brjóta skel með buffhamri og brúna hana vel með lauk og gulrótum í 10 mín. Bæta vatni, víni og hvítlauk og láta malla í 30 mín. - sigtið
Hella kjúklingasoði saman við ásamt tómatpúrru og rjóma - kryddið og bætið koníaki út í ef það er notað.
Berið fram með góðu brauði.
Súpur | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.8.2010 | 18:39
Ávaxtasalat
Mín familía er ekki of hrifin af Waldorfsalati - þetta kemur í staðinn - mjög gott
1/4 ltr. þeyttur rjómi
2 msk. sýrður rjómi
2 msk. appelsínuþykkni (Egils)
3-4 epli
15-20 vínber steinlaus
Rjómi þeyttur. Sýrðum rjóma og appalsínuþykkni hrært út í - ásamt niðurskornum ávöxtum.
Að sjálfsögðu er hægt að bæta í þetta selleríi eða valhnetum ef fólk vill.
Salat | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.8.2010 | 18:36
Argentínsk kjötsúpa
Þessi súpa er algjör snilld - bragðgóð og fljótleg.
smjörbolla (ca. 100 gr. smjör og 100 gr. hveiti) - (ég slumpa þetta alltaf)
1 ltr. Kjötsoð (nota vatn og nautakjötstening)
1 sellerí stilkur
10 sveppir
1/2 bréf beikon
1/2 1 laukur
2 dl. rjómi
1 dl. hvítvín
200 nautakjöt (gott t.d. fille eða lund- en þarf samt ekkert endilega)
salt - pipar - ketjap manis sósa (eða sæt sojasósa). Ég hef keypt í búðinni "Fiska" sem er í Brekkuhúsum í Grafarvogi stóra flösku af sætri sojasósu og er hún á mjög góðu verði)
Hita saman vatn og kjötteninga (í potti eða í örbylgju bara hvað fólki finnst þægilegast)
Steikja beikon og skera eðaklippa niður í litla bita og setja í pott.
Steikja niðurskorið grænmeti og setja í pottinn með beikoninu (ég steiki laukinn sér og set í pottinn, steiki síðan sveppi og set í pottinn og að lokum sellerí og set í pottinn).
Setja pottinn með þessu á heita eldavélahellu á mesta hita og bíða eftir að verði vel heitt, að það fari að krauma í þessu þá set ég hvítvínið út í og leyfi að sjóða saman í dálitla stund (ca. 0,5 1 mínútu).
Bræða smjörlíki í öðrum potti, þegar það er bráðið þá hræri ég hveiti út í og geri smjörbollu. Þynni smjörbolluna síðan með kjötsoðinu.
Blanda núna saman smjörbollukjötsoði og því sem er í hinum pottinum (beikon, grænmeti og hvítvín), set rjómann saman við og krydda.
Leyfa súpunni að malla í dágóða stund, smakka hana til og bera hana síðan fram með örþunnum nautakjöts bitum og rjómatoppi.
Nautakjöt er sett í skál heit súpa yfir og að lokum rjómatoppur (þá soðna bitarnir í súpunni og verða ótrúlega góðir !
Ég hef oft gert þessa súpu snemma dags (um helgi) leyft henni að standa og hita hana síðan upp þegar kvöldmaturinn kemur, þá er hún búin að taka bragð úr öllum hráefnum vel í sig.
Súpan borin fram með góðu brauði og þeyttum rjóma (ef vill)
(Ingi fékk þessa uppskrift frá veitingahúsinu Argentínu. Nokkrum árum seinna kom þessi uppskrift frá þeim - en þá var búið að bæta í hana tómatmauki - og taka held ég laukinn út - væri áreiðanlega gott að hafa tómatmauk líka - en ég myndi ekki sleppa lauknum.) Hins vegar hef ég alltaf haft súpuna eins og uppskriftin segir til um.
Súpur | Breytt 5.2.2016 kl. 12:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.7.2010 | 10:10
Köld hvítlaukssósa
1 dós sýrður rjómi
2 -3 msk. mæjónes
3 - 4 hvítlauksrif, pressuð
½ - 1 tsk. sítrónupipar (t.d. frá Pottagöldrum)
½ - 1 msk. sítrónusafi
½ - 1 msk. sýróp (t.d. hlynsýróp eða agave sýróp)
örlítið sinnep, ef vill
Blandið saman og setjið inn í ísskáp. Best er að leyfa blöndunni að jafna sig í a.m.k. 1 klst.
Ég smakkaði þessa sósu á ættarmóti um síðustu helgi - og er hún hrikalega góð (sinnepinu var sleppt í henni - og miðað við hvernig hún bragðaðist án þess - væri ég ekkert að bæta því í),
Kaldar sósur | Breytt s.d. kl. 13:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.7.2010 | 15:38
Mangó kjúlli / gulur kjúklingur
Þetta er uppáhald litlu dömunnar á heimilinu - ef hana langar í e-ð virkilega gott - þá stingur hún upp á þessu.
5-6 bringur
salt+pipar (hef notað hvítan)
4 hvítlauksrif (rifin-kramin)
1 peli rjómi
1/2 krukka MangoChutney
1 msk. karrí
Kjæuklingur skorinn í litla bita, kryddaður með salt og pipar og steiktur á pönnu. Þegar hann er alveg að verða steiktur er hvítlauk og rest hellt út á og hrært saman. Látið malla í u.þ.b. 15 mínútur. Borið fram með hrísgrjónum og brauði.
Til að fá aðeins meiri sósu - hef ég aukið við vökvamagn (hef sett rjóma - matreiðslurjóma - mjólk eða vatn í viðbót við rjómapelann sem er gefinn upp í uppskriftinni) og krydd - enda er sósan afskaplega góð ein og sér með hrísgrjónum
14.7.2010 | 15:27
Góða sósa með lambakjöti
Þetta er svona slump-uppskrift - sem ég fékk frá vinnufélaga fyrir nokkrum árum - engin rjómasósa - mjög bragðgóð
Laukur svissaður á pönnu
Hvítvín - látið sjóða niður
Kjúklingakraftur
Vatn
Timían
Sólþurrkaðir tómatar
Þykkja með sósujafnara
Sósulitur (ef vill)
14.7.2010 | 15:20
Gulrótarkaka - sú besta
Gulrótarkaka - hún er ótrúlega góð
1)
4 stk. egg
4 dl. sykur
þeytt saman
2)
6 dl. múllaðar gulrætur (rifnar fínt - og síðan múllaðar í matvinnsluvél)
225 gr. brætt smjör
blandað saman
3)
4 dl. hveiti
2 tsk. lyftiduft
2 tsk. matarsóti
2 tsk. vanillusykur
2 tsk. kanill
blandað saman
nr. 1 og 2 blandað saman og síðan nr 3 blandað varlega saman við það
bakað við 175°c í 25 mín.
krem
150 gr. rjómaostur
60 gr. brætt smjör
2,5 dl. flórsykur
þeytt saman smurt á kökuna og síðan er kókosmjöli sáldrað yfir
Kökur | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.7.2010 | 15:17
Skinkusalat - aðeins öðruvísi - en ótrúlega gott
Þetta skinkusalat er ótrúlega gott - yfirleitt vill fólk fá uppskriftina eftir að hafa smakkað
Hlutföllin í salatinu er u.þ.b. á þennan veg:
300 gr majones
1 dós sýrður rjómi
1/4 krukka Mango Chutney
ca. 2 tsk Tandoori krydd (frá Rajah - fæst t.d. í Nóatún)
1 pk. skinka (stór)
1 dós grænn aspas (lítil)
8 stk egg (u.þ.b.)
slatti af vínberjum (rauð)
En að sjálfsögðu smakkið þið þetta til eftir ykkar smekk.
14.7.2010 | 15:00
Byrjun
Ætla að halda utanum uppskriftirnar mínar hér á þessari síðu, sem ég hef safnað saman frá því að mataráhugi minn kviknaði. Vona að mér gangi vel að henda þeim inn - smám saman.
Mataráhugi minn kviknaði strax þegar ég var stelpa - amma bjó heima hjá mér og var sú sem sá um eldamennsku og bakstur á heimilinu - ég heillaðist svo sem ekki af öllu sem boðið var upp á - var aldrei matvönd sem stelpa - hef orðið matvandari með aldrinum - borða þó nánast allt !
Ég luma á mörgum "fjölskyldu-uppskriftum" - frá mér sjálfri - mömmu - ömmu - tengdó - vinum og ættingjum - hef þó aldrei legið á uppskrift og ekki viljað deila henni með mér.
Mér finnst afskaplega gaman að prófa nýja - framandi rétti - og myndi svo gjarnan vilja prófa mun meiri fjölbreytni í matargerð en ég geri - en þegar fjölskyldumeðlimir eru e.t.v. ekkert allt of opnir fyrir ÖLLUM MAT - þá stoppar það mig að sjálfsögðu.
Ég vona að einhverjir komi til með að njóta þess að prófa uppskriftirnar sem hafa heillað mig og mína fjölskyldu í gegnum árin - og endilega að skilja eftir athugasemdir við uppskriftir - þó aðeins ef ykkur líkar uppskriftin - ef ég skyldi fá neikvæða athugasemd - þá verður henni eytt á stundinni !
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)