Döðlubrauð Iðunnar

Iðunn vann með mér hjá Nýherja og bakaði besta döðlubrauð í heimi - ég náði að sníkja uppskriftina hjá henni - sem er algjör snilld.

1 bolli saxaðar döðlur (láta þær liggja í 1,5 bolla af sjóðandi vatni - sem hrært er í af og til)

2,25 bollar hveiti

0,75 bollar sykur

2 tsk. matardóti

1/4 tsk lyftiduft

1 tsk. vanillusykur

1/2 tsk. salt

2 msk. smjörlíki

1 egg.

Þurrefnum blandað saman

Döðlur og safi út í

Egg og smjörlíki út í - ekki hræra lengi.

160°C í 30-45 mín m/blæstri

175°C í 45-60 mín án blásturs.

 

Iðunn bar fram með smjöri og osti einnig með kotasælu sem var öðruvísi - en passaði vel.


Bestu pönnukökur í heimi frá mömmu og ömmu

2 bollar hveiti

2 tsk lyftiduft

2 tsk matardóti

2 msk sykur

1 tsk. salt

4 egg

50-100 gr. smjör (smjörlíki) - (ekki vera að nota non fat eitthvað dæmi - sleppið því frekar að reyna að útbúa pönnsur - útbúið frekar eitthvað annað)

1 ltr. mjólk (ekki nota undanrennu eða léttmjólk - ef þú átt matr.rjóma eða rjóma þá má skella því út í)

1 glas vanilludropar (jabb - heilt glas)

1/4 glas möndludropar

 

Hita smjörlíki og kæla lítillega.

Hræra þurrefni saman - bæta mjólk - eggjum og dropum út í - hræra saman - að lokum fer bráðið smjörið út í.

Sigta yfir í aðra skál og byrjið að baka

**Ef þið hrærið deigið of mikið - getur það orðið seigt**

 

Fékk þessa uppskrift hjá mömmu - sem fékk hana hjá ömmu - en hún var snillingur í matargerð!


Skúffukaka - frá tengdó - klikkar aldrei

100 gr smjörlíki

1,5 dl. sykur

2 egg.

**Þeyta þetta vel saman**

2,5 dl. hveiti

1 tsk. matarsódi

1,5 tsk. lyftiduft

1,5 tsk. salt

2-3 msk. kakó

***Blanda út í ***

1 bolli mjólk

0,5 bolli heit vatn (ég nota heitt kranavatn

****Hræra þessu út í að lokum*******

 

Ef þetta er gert í ofnskúffu þá 2 falda ég uppskrift

175°C í 25 mínútur.

****OFAN Á ****

Flórsykur - kakó - vanilludropar og heitt vatn er hrært saman - ekki of þunnt og smurt yfir köku þegar hún hefur kólnað - kókosmjöli má einnig strá yfir fyrir þá sem það vilja


Jarðarber og bláber með svörtum pipar - gott með ís

Mhm...... hljómar e.t.v. undarlega en þetta er skemmtilegur og öðruvísi eftirréttur.

1 dl. sykur

750 gr. jarðarber

1 lítol askja bláber

0,5 - 1 dl. Grand Marnier

1 msk. nýmalaður svartur pipar.

Skera niður 1/3 af jarðarberjum - smátt.  Bræða sykurinn við vægan hita og skella niðurskornu jarðarberjunum út á.  Blanda rólega saman við sykurbráðina.  Strá pipar út á og látið malla í 2-4 mínútur.  Stilla á  mesta hita bæta þá bláberjum og afgangi af jarðarberjum (skera þau í 2-4bita - fer eftir stærð).  Hella líkjör yfir - flamberið - hrista pönnu þar til eldur slokknar. 

Skipta berjablöndu á 4-6 diska og berið fram með ís.


Hvítlauks- hvítvíns og balsamic kryddlögur - (æði á lamb)

Var að grilla lambaribba - og þessi kryddlögur passaði ótrúlega vel með !

5 msk. ólívuolía

1 msk. hunang

1 dl. hvítvín

2-3 msk. grand marnier

2 msk. balsamic edik

5 msk. Roasted Garlic & Herbs (McCormick)

2-3 rifin hvítlausrif

Svartur pipar og salt

Blanda öllu saman - leggja lambið í.  Ég lét standa í ca. 3 klst. við stofuhita og náði bragðið vel í gegn.

Þetta bragðaðist mjög vel.


Tiramisu - auðvelt og fljótlegt

250 ml. þeyttur rjómi

250 ml. mjólk (léttmjólk má líka nota)

3 eggjarauður

75 gr. sykur (tæplega 1 dl.)

30 gr. hveiti (0,5 dl.)

2 pk. ladyfingers

sterkt kaffi

Kahlúa og / eða Amaretto

Kakó

 

Hitið mjólk að suðu (slökkva undir potti).

Hræra rauður og sykur í skál (ekki þeyta) og blanda saman við heita mjólk ásamt hveiti - hræra vel saman - setja aftur hita undir pottinn og hræra þar til blandan þykknar.

Setja í skál og kæla.  Þegar krem er orðið kalt - blanda saman við þeytta rjómann.

Hræra saman kaffi og líkjör (ef hann er notaður).  Bleyta kökur aðeins í kaffiblöndunni.

Byrja að setja smá af kremblöndu í skál og dreifa úr henni.  Raða fingurkökum yfir og setja kremblöndu aftur yfir - síðan fingurkökur og að lokum kremblöndu.  Setja í ísskáp og kæla í allavega 3 klukkutíma.  Rétt áður en er borið fram - sigta kakó yfir kökuna - og bera fram með góðu kaffi - klikkar aldrei !

 


Grískt Gyros í pítubrauði

1 kg. súpukjöt (framhrygg.sneiðar)

4 msk. olívuolía

1 msk. hvítvínaedik

3 hvítlauskgeirar - smátt sx.

2 msk. rósmarín - ferskt

1 tsk. mynta - þurrkuð

1 tsk. origanó - þurrkað

1/4 tsk. kanill

nýmalaður pipar

salt

8-12 pítubrauð

Allt sett í stóra skál - kjöt út og látið marinearast í allavega 2 klst. - gjarnan lengur.  Velta bitum við af og til.

Grilla kjöt þar til er orðið meyrt - skera það síðan í þunnar sneiðar.  Hita pítubrauð á grilli - bera aðeins olíu á þau - fylla brauð með káli - gúrku - tómötum - lauk ásamt kjötsneiðum og góð hvítlaukssósa fer afar vel með þessu.

 


Rósmarínkryddaðir grísateinar

1 kg. svínahnakksneiðar

3 msk. balsamedik

3 msk. olía

1,5 msk. dijon sinnep

1 msk. sítrónusafi

2 msk. saxað rósmarín

nýmalaður pipar og salt.

Blandið ölu saman nema kjöti og salti.  Skerið kjötið í langar ræmur og setja út í kryddlöginn.  Látið marinerast í 2-3 klst.

Þræðið upp á grilltein (ef vill og grillað í 7-10 mínútur)

Borið fram með salati, pítubrauði og góðri kaldri sósu (t.d. hvítlaussósu).


Klettakálspestó

1 poki klettakál (4 bollar)

1 msk. hvítlaukur (saxaður-rifinn)

salt + pipar

1 bolli ólívuolía

2-3 msk. furuhnetur

1/2 bolli rifinn parmesanostur

 

Allt sett í matvinnsuvél - og unnið vel saman.

Afar gott með carpaccio !


Dijon piparsósa

1 msk. græn piparkorn (í legi)

smjörklípa

1 msk. Dijon sinnep

1 msk. Worchestershire sósa

2 msk. pikant krydd

1/2 ltr. rjómi

3/4 msk. kjötkraftur 

salt + ljós sósujafnari

**Brúna pipar í smjöri.  Bæta sinnepi út í ásamt Wor. sósu og pikant.  Hella rjóma út í og smakka til með kjötkrafti -og salti.  Þykkið **

Mjög góð með nauti og lambi.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband