Hvítvíns - beikon - gullostapasta

IMG_9756

 

 

 

 

 

 

 

1 gullostur

2 dl. hvítvín

1 pakki beikon

2 dl. rjómi

Steinselja - pipar

Bræða ost í hvítvíni og rjóma

Steikja beikon og skera í litla bita og setja út í sósuna

Kryddið

Sjóða pasta og hræra út í sósuna.

Berið fram með hvítlauksbrauði og / eða salati

 

 


Sítrónupasta með skinku

Þessi uppskrift er frá veitingahúsi í Róm, Vecchia Roma, fann ég uppskriftina í bók sem heitir "Hundrað góðar pastasósur", eftir Diane Seed - og var hún flokkuð undir "grænmetisréttir"

Endilega prófið þennan - kemur á óvart - er ótrúlega góður!

500 gr. tagliatelle
1 hvítlausrif
25 gr smjör
svartur pipar
2 sítrónur
100 - 200 gr skinka
5 dl. rjómi (matreiðslurjómi)
salt

Hakka eða saxa hvítlauk örsmátt. Bræða smjör og steikja hann varlega, ekki brúna, bætið pipar út í. Þvo sítrónur og rífa ysta lagið mjög fínt (passa að taka ekki af hvíta hlutann sem er næst berkinum - sem gerir sósuna beiska). Skera skinkuna í ræmur og blanda saman við hvítlauk og smjör. Bæta síðan sítrónuberki og rjóma.

Láta krauma í opnum potti í allt að klukkustund (ég hef reyndar ekki látið krauma það lengi).

Sjóðið pastað til hálfs (mýkja það) - klára síðan að sjóða það í sósunni. Saltið eftir smekk. Ef sósan er of þykk bæta við smá rjóma / mjólk. Ég hef notað matreiðslurjóma og blandað hann með léttmjólk.

Gott með hvítlauksbrauð og salati.


Buff stroganoff

200 gr. niðursneiddir sveppir

2 laukar - í þunnum sneiðum

2 msk. sætt sinnep

2 dl. sýrður rjómi

2 dl. rjómi

1 dl. vatn

svartur pipar / salt / sósuþykkni /kjötteningur (ef vill)  / sósulitur (ef vill)

Steikja sveppi og lauk.  Setja sýrðan rjóma, rjóma og vatn saman við ásamt sinnepi.  Krydda og þykkja ef vill.

600 gr. nautakjöt - skorið í frekar litla og ílanga bita - kryddað með hvítum pipar og steikt í örstutta stund (hafa bitana vel bleika að innan).

Setja kjötið út í vel heita sósuna og bera fram strax.

 

Gott með hrísgrjónum  /  frönskum  /  hrásalati.  (Sumir bera fram súrar gúrkur og rauðbeður með þessu - sem er áreiðanlega gott)


Kartöflutoppar

Ég er ekki með neinar sérstakar mælieiningar.

Soðnar stappaðar kartöflur (1 - 1,5 kg)

1 beikonpakki - steiktur og saxað í litla bita

1 laukur - saxaður smátt

3 eggjarauður

svartur pipar / salt ef þarf

Öllu hrært vel saman

Sett á bökunarpappírsklædda ofnplötu - ég móta aðeins í toppa með gaffli

Pensla toppana með hrærðu eggi - mjólk - eða eggjahvítu

Gott að setja pínu rifinn ost yfir.

Bakað við góðan hita (200-200 °C) í ca. 10 mínútur.

Gott með öllu kjöti

Væri áreiðanlega mjög gott að setja graslauk í þessa toppa

 


Rauðvínssósa

250 gr skalottlaukur - skorinn í þunnar sneiðar

1 hvítlauksgeiri

1 rósmaríngrein (eða smá þurrkað ca. 1 msk)

400 ml. rauðvín

400 ml. kjötsoð

salt - pipar

sósuþykkni

ca 50 gr. karlt smjör í bitum

Steikja lauk - hvítlauk og rósmarín.

Bæta rauðvíni út í og sjóða niður um helming (u.þ.b.)

Bæta kjötsoði út í - kryddað og þykkt ef vill.

Rétt áður en sósan er borin fram er köldum smjörbitum hrært saman við.´

Mjög góð með nautasteik


Chimichurri

0,5 ltr. olía
0,5 rauð paprika
1 rauðlaukur
2 sveppir
6 hvítlauksrif
4 msk. söxuð steinselj
1 dl sítrónusafi
0,5 dl. rauðvín
salt
cayenne pipar
basil

Grænmeti fínsaxað - og öllu blandað saman

Mjög góð með góðri nautasteik


Bankabygg með blaðlauk - sveppum og sólþurrkuðum tómötum

4 dl. Bankabygg
2-3 Blaðlaukar
250 gr. Sveppir
200 gr. Sólþurrkaðir tómatar - saxaðir
4 msk. Steinselja
50 gr. Rifinn Parmesanostur
1/2 grænmetisteningur

Sjóða bankabygg skv. leiðbeiningum

Blaðlaukur skorinn í þunnar sneiðar og steiktur í olíu við lágan hita.
Sveppir skornir í sneiðar eða bita og steiktir upp úr smjöri / olíu.
Þessu blandað saman ásamt osti, tómötum og steinselju.

Borið fram heitt eða kalt - sem aðalréttur eða meðlæti.


Lamb tikka masala

Tikka mix
2 tsk. Kóríander duft
1 tsk. paprika
1 tsk cumin
Smá salt
1 tsk hvítlauksduft
½ tsk kanill
1 tsk engifer
2 tsk milt chilli
1 tsk hot chilli
1 tsk svartur pipar
1 tsk kardimommur
1 tsk negull
1½ tsk turmeric

Marinering
Tvær tsk. af tikka masala mixi.
Smá salt og svartur pipar.
1 tsk. paprikuduft
1 tsk. milt chilli
Fimm hvítlauksgeirar - saxaðir
1 tsk. sojasósa
20-30ml of ólívu olíu
500 gr. lambakjöt

Sósan:
2 tsk. olía
2 msk. tikka masala mix
Laukur, ½ fínsaxaður og ½ skorinn í sneiðar
1 hvítlauksgeiri
1 rautt chilli
2-3 tómatar – fíntsaxaðir (má sleppa)
1 dós kókosmjólk
Handfylli af fínsöxuðu kóríander

Blanda öllu saman sem er í „Tikka mix“.

Til að marinera lambið:
Blanda saman 2 tsk af „Tikka Mixinu“, smá salti, svörtum pipar, paprikudufti, chilli dufti, hvítlauk, soja sósu og ólívu olíu. Setja lambið út í og marinera í 24 klst. Eða lengur í ísskáp.

Pönnusteikið lambið í stutta stund (eða grillið).
Setjið olíu á pönnuna – bætið 2 msk. Af Tikka mixi út í, ásamt lauk, hvítlauk, chilli, tómötum og kókosmjólk.
Bætið lambinu út í og hitið í gegn í smástund – stráið að lokum söxuðu kóríander yfir.
Ef þið grillið lambið á útigrilli – þá hef ég gert það síðast og ekki hitað kjötið í sósunni – aðeins borið hana fram með kjötinu.

Að sjálfsögðu er gott að bera fram með hrísgrjónum, Naan brauði, Raitu – og því grænmeti sem hver og einn vill.

Ótrúlega gott !!


RAITA

1½ dós hrein jógúrt
5 cm gúrka söxuð frekar smátt
1 tsk fljótandi hunang
söxuð fersk mynta eftir smekk

Allt hrært saman og geymt í ísskáp

Ótrúlega góð og fersk með indverskum mat


Tandoori-kjúklingabringur

4 kjúklingabringur
2 dósir jógúrt , hrein (360 ml)
2 1/2 msk tandoori masala
1 1/2 msk garam masala
1 tsk kóríanderfræ , möluð (má sleppa)
1 tsk cayennepipar
2 chilialdin , rauð, söxuð smátt
1 1/2 sítróna (safinn)
4 hvítlauksgeirar , pressaðir
2 msk olía
3 msk myntulauf , söxuð
salt á hnífsoddi
kóríanderlauf eða mynta til skrauts

Leiðbeiningar:
Hellið jógúrt í skál ásamt tandoori masala, garam masala, kóríander og cayenne-pipar og hrærið vel saman. Bætið chili, sítrónusafa, hvítlauk, olíu, myntu og salti út í og blandið vel.

Setjið kjúklingabringurnar út í og látið þær marínerast í a.m.k. 2 klst., jafnvel yfir nótt en þá er best að geyma skálina í ísskáp.
Takið bringurnar úr leginum og grillið þær í u.þ.b. 20-25 mínútur eða þangað til þær eru gegnsteiktar.
Skreytið með myntu eða kóríander og berið fram með naan-brauði.

Ef þið viljið hafa kjúklinginn vel rauðan á lit – þá er hægt að setja nokkra dropa af rauðum matarlit í marineringuna.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband