Grafinn nautavöðvi Guðmundar 2002

Grafinn nautavöðvi Guðmundar 2002
Rétturinn sem sló í gegn á sýningunni Matur 2002. Kjarnorku skyndibiti, partýsnakk, gott fyrir framan sjónvarpið með boltanum í sumar, enn betra í veiðitúrinn, hestaferðina eða gönguferðina. Líka frábært sem forréttur með fersku íslensku grænmeti. Komdu á óvart með öðruvísi og betra snakki!

1kg NAUTAFILLE
4 msk piparmix
1 msk sítrónupipar
1 msk grænn frostþurkaður pipar - mulinn
1 msk rósapipar - mulinn
1 msk salt

Vöðvinn er skolaður og hreinsaður vel. Síðan er hann skorin í þrjár lengjur eftir endilöngu, þá minna ræmurnar hvað stærð og lögun varðar á lambafille. Kryddinu er blandað saman í skál. Vöðvinn hjúpaður kryddblöndunni og saltinu stráð yfir hann að síðustu.
Vefjið vöðvann í plast og látið standa í kæli í 3 daga fyrir neyslu.
En....ef tíminn er naumur er kjörið að krydda vöðvann og láta hann vera á eldhúsbekknum næturlangt, setja hann síðan í ísskápinn og hafa hann þar til kvölds, eða næsta dags. Ef kjötið er við stofuhita gengur kryddið mun hraðar inn í vöðvann en ef hann er kaldur.
Passið að skera vöðvann í þunnar sneiðar sem fara vel í munni.

Þessi stendur fyrir sínu einn og sér án nokkurs meðlætis.

En....auðvitað má bera með brauð, salat og sósu. Til dæmis, sinnepssósu, hvítlaukssósu eða jógúrtsósu.

Indverskur naanborgari

Hef ekki prófað - en hljómar spennandi Wink 

Hráefni:

500 grömm nautahakk
Karrý - tanddori krydd - salt og pipar
Blandað salat - gúrka - tómatar - laukur
4 stór naanbrauð eða 8 lítil
4 matskeiðar mango chutney

Sósa:
1 afhýdd gúrka
Salt
200 grömm grísk jógúrt
¼ desilítri söxuð mynta
Salt og pipar

 * * * * * * * * * * *

Kryddið kjötið og mótið 4 hamborgara úr því.


Búið til sósu: Skerið gúrkuna í þunna strimla. Stráið salti yfir og látið það bíða í u.þ.b. 15 mínútur. Þerrið gúrkustafina og hrærið þeim saman við jógúrt, saxaða myntu, salt og pipar.


Grillið eða steikið kjötið í u.þ.b. 3 mínútur, á hvorri hlið.   Kryddið með salti og pipar.  Hitið brauðið. Setjið kjöt, grænmeti, mango chutney og sósu á brauðið og leggið annað brauð yfir. Berið fram með kartöflubátum krydduðum með karrý.


Skinkuhorn

Mjög þægilegt deig - ég baka úr þessu deigi bæði skinkuhorn og pizzusnúða.

2,5 dl. mjólk

2 tsk. þurrger

450-500 gr. hveiti

2 tsk. salt

1/2 dl. olía

1 eggjarauða

Blanda þurrefnum saman - hita mjólk - setja út í ásamt olíu og eggjarauðu.

Hræra vel saman og láta hefast í ca 40 mín.

Skipta deigi í nokkra bita - fleta deig út í hring (nota t.d. 24 cm. hring úr smelluformi) - og skipta í 8 þríhyrninga.  Setja rifinn ost og saxaða skinku á hvert stykki - rúlla upp og setja á bökunarpappírsklædda bökunarplötu.

Þeyta eggjahvítu með gaffli og pensla hvert horn með eggjahvítu áður en sett er í ofn (ef viljið má einnig setja sesam- eða birkifræ á hornin).

Baka við 200°C í ca 15-17 mín.

 

Ef á að útbúa pizzusnúða- fletja þá allt deigið út.  Setja pizzusósu (t.d. roasted garlic and onion frá Hunts) - rifinn ost og ef vill skinku - eða pepperoni)  -  rúlla lengjunni upp og skera niður í nokkra bita.

 


Fléttubrauð með fyllingu

1 stórt fléttubrauð.

-Efra lag:

1/3 bolli majones

1-2 msk. chilli sósa

1/2 bolli rækjur

1/8 tsk. paprikuduft

2 hringir ananas

-Neðra lag:

1/2 bolli majones

1/2 bolli aspas (grænn)

1 sx. tómatur

1/4 sx. græn paprika

3 skinkusneiðar (sx)

1/4 tsk. hvítlaussalt

-Utan um:

3 eggjahvítur - vel þeyttar

Fléttubrauð er skorið í 3 lengjur

Smurt með smjöri

Salat sett á brauð

- hjúpa og sett í 200°C heitan ofn í 10-15 mín.

 


Rækjubrauð - kalt

1 stk. samlokufranskbrauð

1 dós sýrður rjómi

400 gr. majones

1/2 dós ananas - saxað

1/2 agúrka - söxuð

300 gr. rækjur

3/4 stk. paprika (gul-rauð-græn)

Skera skorpu af brauði og hverja sneið síðan í 4 bita (horn í horn).

Hræra saman sýrð rjóma - majones og helming af ananassafa.  Skipta þessari sósu í 2 hluta:

Í annan fer: Gúrka - paprika - og rest af ananassafa.

Í hinn fer: rækjur og ananas.

Raðað í skál á eftirfarandi hátt:  Sósa nr. 1  neðst - brauð - sósa nr. 2  - brauð - sósa nr. 1 - brauð....... enda áannari sós.

Skreytið að vild - t.d. með rækjum og sítrónu


Heitt rúllutertubrauð

Held þó að allir eigi þessa uppskrift - en ákveð þó að smella henni inn

1 rúllutertubrauð

250 gr. sveppasmurostur

1/4 dós grænn aspas

200 gr. skinka

2 msk. majones

Hitað saman í potti og smurt á rúllutertubrauðið

*Ofan á*

2 msk. majones

2 msk. sýrður rjómi / súrmjólk

ostsneiðar og paprikuduft

 

Smurt yfir brauðið - osti raðað yfir og parikudufti stráð yfir ost.

Hitað við 180°C í 10-15 mínútur


Heitt snittubrauð með skinku og lauk

Snittubrauð - skera toppinn af og hola aðeins brauðið að innan

5 msk þeyttur rjómi

5 msk. tómatsósa

1/2 msk. sætt sinnep (gult)

2 tsk. smátt sx. laukur

1/2 - 1 stk. paprika

3 msk. majones

100 gr. smátt skorin skinka

 

Allt hrært saman í fyllingu og sett í brauð - sneiða ost yfir og baka í ofni við 175-180 °C þar til ostur fer að brúnast.

Þetta klárast alltaf þegar boðið er upp á Smile


Heitt beikonbrauð

100 gr. rifinn Maribo ostur ( ég ríf hann fínt niður)

1/2 tsk. pipar

1 msk. Dijon sinnep

5 msk. hreint jógúrt

* smjör - beikonsneiðar - tannstönglar  og samlokubrauð*

Hræra allt saman í fyllinguna

Skera skorpu af brauði - byrja að smyrja öðru megin á brauð smá smjörva - snúa brauðsneið við og smyrja fyllingu þeim megin - rúlla upp - og skera í 2 hluta.  Rúlla beikoni utan um sneiðina og festa með tannstöngli.

Raðið brauði á bökunarpappírsklædda plötu og baka í ofni þar til er orðið stökkt og öskar á að verða étið !

(Ég reyni yfirleitt að kaupa beikonsneiðar í lengra lagi - skera þær í tvennt þannig að hver beikonsneið passi á 1 brauðsneið / 2 rúllur)


Kleinur - uppskrift frá tengdó ( bestu kleinur í heimi) - belive me !

4 stórir bollar hveiti

1 egg

1 bolli sykur

50 gr. smjörlíki (mylja)

1 msk. lyftiduft

1 tsk. matarsóti

1/2 ltr. súrmjólk

Kardimommudropar

Isio olía til að steikja upp úr

Í 3 falda hef ég notað 1 pela af rjóma og 1 ltr. af súrmjólk (ráð frá tengdó)

Þurrefni fara saman á borð - mylja smjörlíki út í - bleyta upp í með vökva og eggi og hræra saman.

Móta kleinur og steikja þar til eru tilbúnar.

 


Jarðarberjarúlluterta

Fljótleg - flott - eitthvað sem allir geta borðað

200 gr. sykur

4 egg

125 gr. hveiti

100 gr. suðusúkkulaði / eða hnetur

 

Þeyta vel saman egg og sykur - og bæta hveiti varlega saman við.

Útbúa form út bökunarpappír - bretta upp á hverja hlið ca 1-1,5 cm. og klemma vel saman á endunum.  Fylla þá þetta form af deiginu og strá súkkulaði / hnetur yfir.

Baka við 220°C í 8 mín.

Taka út ofni - hvolfa á bökunarpappír - bleyta tusku í köldu vatni og leggja yfir kökuna (ef köld tuska liggur yfir köku á bökunarpapír í smá tíma 30 mín - t.d. er auðveldara að losa hana úr pappírnum)

Fjarlægið bökunarpappír - þeytið rjóma 4-5 dl. saxa jarðarber út í þeyttan rjóma og smyrja yfir kökuna.  Rúlla henni upp - kælið og berið fram - fljótleg - ofsa góð og flott!


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband