Hafraklattar (óbakaðir)

Hafraklattar – ca 8 stk.

 

1 bolli hafrar

1/2 bolli kókosmjöl

1/2 bolli ristuð sólblómafræ 

1/4 bolli hveitikím

1/4 bolli uppáhalds múslí,  sesamfræ, chia fræ

1/4 bolli niðurskornar þurrkaðar aprikósur

1/4 bolli niðurskornar þurrkaðar döðlur

1/3 bolli hunang

1,5 msk smjör, kókosolía eða eplamauk

1/2 tsk vanilludropar

Smá salt

 

Hræra saman höfrum, kókosmjöli, sólblómafræjum, salti og hveitikími í stórri skál.

Setja döðlur, aprikósur, hunang, smjör og vanilludropa saman í pott, yfir meðalhita, og hræra saman þangað til döðlur og apríkósur eru farnar að bráðna saman við hunangsblönduna og hunangið rétt farið að bubbla.

Færa þá pott af hita og byrja á því að skófla þurrefnum ofan í hunangspottinn þangað til áferðin er orðin að þínu skapi.

 

Hella blöndunni á smjörpappír og móta í ferhyrning. Leggja smjörpappír ofan á blönduna og þrýsta á með t.d. skurðabretti. Móta aftur, þrýsta hliðum saman og aftur þrýsta á með skurðabrettinu, eða þangað til blandan er orðin þétt og helst vel saman.

 

Getur líka gert þér lífið auðveldara og hreinlega sett allt ofan á smjörpappír sem komið hefur verið fallega fyrir ofan í þar til gerðu móti. Þá þarftu bara að sjá um að þrýsta... ekki móta. 

 

Setja inn í ísskáp og bíða eftir að kólni vel.

Þá er skorið í bita að þínum smekk – stóra eða litla.

 

Mjög  þéttir og góðir bitar. Haldast vel saman við stofuhita og bragðið og áferðin meiriháttar flott. Munið bara að hunangið sem þið notið kemur vel fram. Þannig að - veljið hunangið ykkar vel!

Hafraklattar


Súkkulaðiköku möffins

Rosalega góðar með stökkum toppi !

150 gr sykur

150 gr púðursykur

125 gr smjörlíki

2 egg

260 gr hveiti

1/2 tsk salt

1 tsk matarsódi

1 tsk lyftiduft

40 gr kakó

2 dl mjólk 

 

Krem:

500 gr flórsykur

80 gr smjör brætt

60 gr kakó

1 tsk vanilludropar

1 stk egg

2 msk kaffi

heitt vatn ef það þarf að þynna kremið

 

Bakað við 180°C í ca. 20 mínútur

U.þ.b. 12 möffins

 

Þeyta smjörlíki, sykur og púðursykur mjög vel saman.

Þeyta 1 egg í einu saman við og þeyta vel á milli.

 

Þurrefnin eru sigtuð  saman í aðra skál.... og sigta þau saman 3 – 4 sinnum

Taka út 2 msk. Af hveiti af hverjum bolla og setja 2 msk. Af maisenamjöli í staðinn.

Þetta á að gera það að verkum að kökurnar verði léttari og fluffy og miklu betri !!!

Ég gerði þetta og urðu þessi möffins ótrúlega góð.

 

Hræra þá þurrefnum og mjólk út í smjörlíki/sykur/eggjablöndu.

 

Til að hafa mjúkar og fluffy kökur, þá er að hræra deigið sem minnst eftir að þurrefni og mjólk hafa verið sett út í.

Ef kökudeig er hrært of mikið þá binst glúteinið í hveitinu, fínt þegar maður er að baka brauð – en ekki í kökugerð J 

 

Ef þú átt möffinskökuplatta – þá er snilld að nota hann, setja möffins form í hann og setja deig næstum í topp af forminu – þá koma svona „hattar“ á hverja möffins.

 

Engin nauðsyn að gera kremið – möffinsið er gott eitt og sér.

 

Væri áreiðanlega gott að setja súkkulaðibita í deigið (hræra bitunum út í  hveitið – áður en það fer út í).

 

Súkkulaðimöffins

 

 

 

 


Nauta kebab

1 kg. Nautakjöt

3 hvítlauksgeirar

2 tsk. Reykt paprika – krydd (fæst frá Pottagöldrum)

½ tsk. Turmerik

½ tsk. Cumin   (ekki kúmen)

1 tsk. Salt

1 tsk. Svartur pipar

1/3 bolli rauðvínsedik / balsamedik

½ bolli ólífuolía

 

Ég átti ekki til rauðvínsedik og notaði balsamedik – en setti smá slettu af óáfengu rauðvíni í staðinn 3-4 msk. kannski.

Rífa hvítlaukinn smátt og blanda kryddum saman við ásamt ediki og rauðvíni ef er til.

Þeyta síðan olíu saman við í smá skömmtum.

 

Við skárum kjöt í sneiðar og leyfðum þeim að marinerast í kryddleginum í 4 klukkutíma við stofuhita.

Grilluðum á vel heitu grilli í ca. 2 mín á hverri hlið.

 

Borið fram með pítubrauði, hvítlauks- og / eða sinnepssósu og grænmeti að vild – jafnvel frönskum eða hrísgrjónum.

 

Okkur fannst þetta vera alveg fáránlega gott og værum alveg til í að éta væna sneið af nauti, sem er búið að marinerast í þessum kryddlegi og éta með góðu meðlæti.

 

Við vorum meira að segja með frekar leiðinlega bita sem við notuðum í þetta – en þeir urðu ótrúlega meirir og góðir í þessum kryddlegi.


Focaccia brauð

1 kg. Brauðhveiti

8 dl. Volgt vatn

1 msk. Salt

1 msk. Sykur

1 pk. Þurrger

 

Ólífuolía – Rósmarín – Pipar – Saltflögur – Hvítlaukur – Ólífur

Hitið ofn upp í 250°C en lækkið í 225°C þegar brauðið er sett inn í og bakað í ca. 20-30 mínútur (fer eftir þykkt brauðsins).

 

Þurrefni saman í skál, volgt vatn út í og hnoðað vel saman.  Degið er aðeins blautt.

Leyfið því að hefast í 1 – 1,5 klst.

Útbúa hvítlauksolíu.

Pensla form sem á að baka brauðin í með ólífuolíu.

Deigið sett í formin (ég hnoðaði ekki neitt- skipti aðeins deiginu og setti í formin) – og látið hefast í 30-60 mínútur, undir rökum klút.

 

Mikið af holum gerð í deigið og það er penslað með olíunni / hvítlauksolíunni, svartur pipar og saltflögur sett yfir ásamt rósmarín (og eða olífum).

Ég setti einnig örlítið af rifnum osti og var það mjög gott (setti það strax eftir að ég penslaði með olíunni).

 

Ég var með úðabrúsa og úðaði vatni inn í ofninn strax eftir að brauðið fór í ofninn (og skorpan á brauðinu var örlítið stökk) en mér fannst ofninn vera fljótur að kólna niður þegar ég var að úða í ofninn, kannski sniðugra að vera með eldfast mót með vatni í botninum á ofninum – ef fólk sækist eftir því að hafa skorpuna stökka.

 

Þetta var mjög gott brauð - heppnaðist afar vel.

 


Tælensk kjúklinga- og sætkartöflusúpa

Olía til steikingar

3 hvítlauksrif, söxuð

1 ferskur rauður chili, fræhreinsaður og saxaður

1 msk ferskt engifer, rifið

30 g ferskt kóríander, stilkar og blöð saxað í sitt hvoru lagi

4 tsk karrímauk, rautt eða grænt (curry paste)

1200 ml kjúklingasoð (gert úr 3 kjúklingateningum)

1 dós kókosmjólk

800 g sætar kartöflur, flysjaðar og skornar í bita

800 g kjúklingabringur, skornar í bita

1 ½  límóna, safinn 

2 tsk sykur

2 tsk fiskisósa (fish sauce)

grófmalaður svartur pipar

 

Olía hituð í stórum potti og hvítlauki, chili, engifer og kóríander stilkum ásamt karrímauki  bætt út í pottinn og steikt í um það bil 2 mínútur. Því næst er kjúklingasoði, kókosmjólk og sætu kartöflunum bætt út og soðið í 10-15 mínútur eða þar til sætu kartöflurnar eru tilbúnar. Þá er súpan maukuð í matvinnsluvél eða með töfrasprota þar til áferðin er mjúk og kekklaus.  Svo er kjúklingnum bætt út í súpuna og hún látin malla þar til hann er soðinn í gegn. Að lokum er kóríander bætt út í ásamt límónusafa og súpan smökkuð til með sykri, fiskisósu og pipar.

 

Tælensk kjúklinga- og sætkartöflusúpa


Súkkulaðikaka með pekanhnetum

Heildar bökunartími ca 30 mínútur

 

4-5 msk smjör

100gr suðusúkkulaði

3 egg

3 dl sykur

1 1/2 dl hveiti

1 tsk salt

1 tsk vanilludropar

 

Bræðið smjör og súkkulaði yfir vatnsbaði.

Þeytið egg og sykur og blandið vanilludropum saman við.

Því næst er þurrefnunum blandað varlega saman við eggjablönduna.

Að lokum er öllu blandað saman, deiginu hellt í form og kakan bökuð í 15 – 18 mínútur við 180°C.

 

Á meðan kakan bakast til hálfs er eftirfarandi hitað í potti:

4 msk smjör

1 dl púðursykur

2 msk rjómi

rjóminn er settur síðast og blandan látin sjóða í 1 mínútu.(kælið lítið eitt) (ég geri 11/2 uppskrift af karamellunni)

 

Þegar kakan hefur verið inni í fimmtán mínútur er hún tekin út. Stráið

innihaldi úr einni dós af pekanhnetum/valhnetum yfir kökuna og hellið

púðursykurskaramellunni yfir.

Bakið áfram í aðrar 15-18 mínútur.

Þegar kakan er full bökuð er 150 gr. af smátt söxuðu suðursúkkulaði stráð

yfir kökuna.

 

Kakan er best ný bökuð en ef hún er kæld storknar súkkulaðið og hún verður

eins og konfekt;)

Berið fram með ís eða þeyttum rjóma.

 

Bökunartíminn fer eftir ofninum, ég hef yfirleitt þurft að hafa hana í 20 mín. fyrri hlutann.


Starbucks sítrónukaka

1 ½ bolli hveiti

 ½ tsk lyftiduft

 ½ tsk matarsódi

 ½ tsk salt

3 egg

1 bolli sykur

2 msk mjúkt smjör

1 tsk vanilludropar

2 tsk sítrónudropar

1/3 bolli sítrónusafi

 ½ bolli bragðdauf olía (ekki ólívuolía)

hýði af 1 sítrónu

 

Glassúr

 

1 bolli flórsykur

2 msk nýmjólk

 ½ tsk sítrónudropar

 

Kakan:

Hitið ofninn í 175° og smyrjið formkökuform vel.

Blandið hveiti, matarsóda, lyftidufti og salti saman í skál.

Hrærið saman í annari skál eggjum, sykri, smjöri, vanilludropum, sítrónudropum og sítrónusafa þar til hefur blandast vel. Hrærið blöndunni saman við þurrefnin og hrærið þar til deigið verður mjúkt. Bætið olíu og sítrónuhýði saman við og blandið vel. Setjið deigið í smurt formkökuform og bakið í 45 mínútur eða þar til prjóni sem er stungið í kökuna kemur hreinn upp.

 

Glassúr:

Hrærið öllu saman og hellið yfir kökuna.

 


Snickerskaka

4 egg

4,5 dl sykur

2 tsk vanillusykur

8 msk kakó

3 dl hveiti

200 g smjör, brætt

100 g Pipp súkkulaði með karamellu

Krem:
2 dl salthnetur
200 g rjómasúkkulaði

 

Ofninn hitaður í 175 gráður og ca 26 cm smelluform smurt að innan. Smjörið brætt og látið kólna dálítið. Egg og sykur þeytt saman. Því næst er vanillusykri, kakói, bræddu smjöri og hveiti hrært út í. Deiginu er hellt í bökunarformið og pippmolunum þrýst ofan í deigið hér og þar. Því næst er kakan bökuð í miðjum ofni við 175 gráður í 30 mínútur, hún á að vera blaut.

Á meðan er rjómasúkkulaðið brætt yfir vatnsbaði og hnetunum bætt út í þegar súkkulaðið hefur bráðnað. Þegar kakan er komin úr ofninum og hefur kólnað dálítið er kreminu hellt yfir kökuna og hún kæld í minnst tvo tíma áður en hún er borin fram með þeyttum rjóma.

 

Snickerskaka


Kjúklingur með sætum kartöflum - spínati - fetaosti

1 stór sæt kartafla

1 poki spínat

4-5 kjúklingabringur

1 krukka fetaostur

1 lítill rauðlaukur, skorinn fínt

konfekttómatar, skornir í bita

furuhnetur

balsamik gljái

 

Hitið ofninn í 180°. Skrælið sæta kartöflu og skerið í sneiðar eða sneiðið með ostaskera. Látið kartöflusneiðarnar í eldfast mót, setjið smá ólífuolíu yfir, saltið og piprið og setjið inn í ofn í 15 mínútur eða á meðan kjúklingurinn er undirbúinn.

Skerið kjúklingabringurnar í bita og steikið stutt (lokið þeim) á heitri pönnu. Kryddið eftir smekk (mér þykir t.d. gott að nota fajita krydd).

Þegar kartöflurnar hafa verið í ofninum í 15 mínútur eru þær teknar út. Setjð spínat yfir sætu kartöflurnar og kjúklinginn yfir spínatið. Stráið tómötum og rauðlauk yfir og hellið að lokum fetaostinum ásamt olíunni yfir allt. Setjið í ofn og bakið í 30 mínútur.

Á meðan rétturinn er í ofninum eru furuhnetur ristaðar.  Þegar rétturinn kemur úr ofninum er furuhnetunum stráð yfir og balsamik gljáa dreypt yfir.

 

Kjúlli með sætum og fetaosti


Lauksúpa með beikonkurli og steiktu hvítlauksbrauði

2-3 msk smjör

maizena

6-7 laukar

7,5 dl vatn

2,5 dl rjómi

1 kjúklingateningur

1 grænmetisteningur

1 tsk timian - þurrkað)

smá af hvítum pipar

170 g beikon

baquette

hvítlauksrif

 

Skerið laukinn í þunnar sneiðar og mýkið í smjöri við vægan hita. Laukurinn á ekki að brúnast heldur bara að verða mjúkur. Hellið vatni og rjóma yfir og setjið teninga og krydd út í. Látið sjóða við vægan hita í 15-20 mínútur og þykkið með maizena.

 

Steikið beikon á pönntu og leggið á eldhúspappír, skerið það smátt niður.

Ekki þrífa pönnuna !

 

Skerið baquette í sneiðar. Hitið ólívuolíu á pönnunni sem beikonið var steikt á, pressið hvítlauk út í og steikið brauðsneiðarnar

 

Berið súpuna fram með beikonkurlinu og hvítlauksbrauðinu.

 

Lauksúpa


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband