Kókos og kjúklingasúpa

Var að borða mjög góða kjúklingasúpu í vinnunni .... og langar í meira.......

Finnst þessi uppskrift hljóma vel - sem ég stel af: grgs.is

fyrir 3-4 manns

ólífuolía
3 kjúklingabringur, skornar í munnbita
1 laukur, saxaður smátt
1 msk ferskt engifer, rifið
1 1/2 bolli kjúklingakraftur (eða 1 1/2 bolli vatn og 1 kjúklingateningur)
1 dós kókosmjólk
2 tsk karrý
1  jalapeno, fræhreinsaður og hakkaður
2 msk límónusafi
1 lítil paprika, skorin þunnt
1/2 bolli ferskt kóríander
1/2 bolli kókosflögur
2 bollar hrísgrjón (má sleppa)

Aðferð

  1. Hitið olíuna í meðalstórum súpupotti. Bætið kjúklinginum í pottinn, kryddið með salti og pipar. Steikið kjúklinginn þar til hann er alveg að verða tilbúinn, bætið þá lauknum út í og steikið þar til hann er orðinn mjúkur. Bætið engifer út í og steikið í 1 mínútu í viðbót.
  2. Látið í pottinn kjúklingakraftinn, kókosmjólkina, karrýið og jalapenio. Hitið að suðu við meðalhita. Bætið því næst papriku og kóríander út í og hitið í um 3 mínútur og bætið þá límónusafanum út í. Smakkið til og saltið og piprið að eigin smekk.
  3. Hellið súpunni í skálar og látið hrísgrjón ofaní súpuna. Skreytið með kóríander og kókosflögum

« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband