Færsluflokkur: Hakkréttir

Sterkar jalapeno kjötbollur

½ kg. nautahakk

220 gr. Jalapeno rjómaostur (Philadelphia)

1 egg (þeytt)

1/3 bolli brauðmylsna

4 beikonsneiðar (steiktar og muldar)

1 bolli Cheddar osti (rifinn)

2 msk. Laukur smátt saxaður

3 hvítlauksgeirar, saxaðir

1 tsk. chili-pipar

1 tsk. Oregano

½  teskeið kúmen

½  teskeið salt

½  teskeið svartur pipar

 


Blandaðu öllum hráefnum saman.
Mótaðu bollur og raðaðu þeim í eldfast mót.
Bakaðu bollurnar í um það bil 15 mínútur við 200°C, ef þær eru frekar litlar.
Berist fram með sósu að eigin vali og spagettí, hrísgrjónum, soðnum kartöflum, kartöflumús eða  hrásalati.

Ég myndi t.d. gera sósu úr:

3 dl. Rjómi / mjólk

1 dl. Sweet chilli sósa

2 msk. Sæt sojasósa

Kjötteningur

 

Hitað í potti og jafnvel þykkt aðeins með sósuþykkni.

 

Eða köld sósa:

 

Sýrður rjómi – sweet chilli sósa og sæt soja

Hrærið saman og smakkist þar til þið eruð sátt með útkomuna.


BBQ-kjöthleifur

Þessi uppskrift er mjög fljótleg og afskaplega góð, yfirleitt er slegist um síðustu bitana.  Ég ber yfirleitt fram með Maggi kartöflumús - sem mér finnst passa mjög vel með þessu.

500 gr nautahakk

½ dl rasp

3  msk  worcestershire sósa

1 msk  dijon sinnep eða annað sterkt sinnep

1 bolli bbq-sósa

2 msk hunang

1 tsk salt og 1 tsk svartur pipar

1 tsk. Hvítlauksduft

1 tsk. laukduft

 

Ofan á:

BBQ sósa

Rifinn ostur

 

Blandið öllu saman í skál – nema því sem fer ofan á.  Mótið hleif og setjið á bökunarpappírsklædda ofnskúffu.

 

Smyrjið hann með bbq sósu og setjið ostinn yfir.  Bakað við 175°C í 45 mínútur.

 

Sósa:

2 dl. Vatn

1 dl. Rjómi / mjólk

0,5-1 stk. nautateningur

1-2 dl. BBQ sósa

1 tsk. Dijon sinnep

Salt-pipar-hvítlauksduft-laukduft

Soð úr skúffunni

Þykkja ef vill


Ítalskar kjötbollur

 

50 gr. Skorpulaust brauð (bleytt í mjólk)

1 lítið beikonbréf

500 gr. Nautahakk

1 tsk. Sítrónubörkur

25 gr. Parmesanostur

2 hvítlauksgeirar

2 stk. Egg (pískuð saman)

1 msk. Steinselja

Múskat – salt – pipar

 

Hræra allt vel saman og móta í litlar bollur.

Velta bollum upp úr hveiti og steikja í olíu.

 

Ég hef síðan keypt Hunts tómatsósu (roasted onion og garlic) sett hana í pott og bollur út í – hita saman við vægan hita.

Gott með pasta og hvítlauksbrauði :)


Indverskur naanborgari

Hef ekki prófað - en hljómar spennandi Wink 

Hráefni:

500 grömm nautahakk
Karrý - tanddori krydd - salt og pipar
Blandað salat - gúrka - tómatar - laukur
4 stór naanbrauð eða 8 lítil
4 matskeiðar mango chutney

Sósa:
1 afhýdd gúrka
Salt
200 grömm grísk jógúrt
¼ desilítri söxuð mynta
Salt og pipar

 * * * * * * * * * * *

Kryddið kjötið og mótið 4 hamborgara úr því.


Búið til sósu: Skerið gúrkuna í þunna strimla. Stráið salti yfir og látið það bíða í u.þ.b. 15 mínútur. Þerrið gúrkustafina og hrærið þeim saman við jógúrt, saxaða myntu, salt og pipar.


Grillið eða steikið kjötið í u.þ.b. 3 mínútur, á hvorri hlið.   Kryddið með salti og pipar.  Hitið brauðið. Setjið kjöt, grænmeti, mango chutney og sósu á brauðið og leggið annað brauð yfir. Berið fram með kartöflubátum krydduðum með karrý.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband