Færsluflokkur: Brauðréttir

Hrísgrjónaréttur með rækjum og sinnepssósu

  • 2 bollar soðin hrísgrjón
  • 400 g rækjur
  • 1 græn paprika
  • 1 rauð paprika
  • 150 g majónes
  • 150 g sýrður rjómi
  • 1 msk provençale kryddið frá KNORR
  • 2-4 tsk karrí
  • hvítlauksduft, eftir smekk

 ristað brauð

 Sjóðið og kælið hrísgrjónin.  Hrærið saman majónes, sýrðan rjóma og krydd.  Saxið paprikurnar í litla bita og blandið saman við hrísgrjónin og rækjurnar.  Hellið sósunni yfir og hrærið vel saman.  Berið fram kalt með sinnepssósu og ristuðu brauði.

 

 Sinnepssósa

  • 4 msk sætt sinnep
  • 150 g majónes, eða 100 g sýrður rjómi og 50 g majónes
  • sojasósa, eftir smekk  (ef vill)

  

Hrærið allt vel saman.  Berið fram sér með hrísgrjónaréttinum

 

Hægt að skipta rækjum út fyrir skinku


Fléttubrauð með fyllingu

1 stórt fléttubrauð.

-Efra lag:

1/3 bolli majones

1-2 msk. chilli sósa

1/2 bolli rækjur

1/8 tsk. paprikuduft

2 hringir ananas

-Neðra lag:

1/2 bolli majones

1/2 bolli aspas (grænn)

1 sx. tómatur

1/4 sx. græn paprika

3 skinkusneiðar (sx)

1/4 tsk. hvítlaussalt

-Utan um:

3 eggjahvítur - vel þeyttar

Fléttubrauð er skorið í 3 lengjur

Smurt með smjöri

Salat sett á brauð

- hjúpa og sett í 200°C heitan ofn í 10-15 mín.

 


Rækjubrauð - kalt

1 stk. samlokufranskbrauð

1 dós sýrður rjómi

400 gr. majones

1/2 dós ananas - saxað

1/2 agúrka - söxuð

300 gr. rækjur

3/4 stk. paprika (gul-rauð-græn)

Skera skorpu af brauði og hverja sneið síðan í 4 bita (horn í horn).

Hræra saman sýrð rjóma - majones og helming af ananassafa.  Skipta þessari sósu í 2 hluta:

Í annan fer: Gúrka - paprika - og rest af ananassafa.

Í hinn fer: rækjur og ananas.

Raðað í skál á eftirfarandi hátt:  Sósa nr. 1  neðst - brauð - sósa nr. 2  - brauð - sósa nr. 1 - brauð....... enda áannari sós.

Skreytið að vild - t.d. með rækjum og sítrónu


Heitt rúllutertubrauð

Held þó að allir eigi þessa uppskrift - en ákveð þó að smella henni inn

1 rúllutertubrauð

250 gr. sveppasmurostur

1/4 dós grænn aspas

200 gr. skinka

2 msk. majones

Hitað saman í potti og smurt á rúllutertubrauðið

*Ofan á*

2 msk. majones

2 msk. sýrður rjómi / súrmjólk

ostsneiðar og paprikuduft

 

Smurt yfir brauðið - osti raðað yfir og parikudufti stráð yfir ost.

Hitað við 180°C í 10-15 mínútur


Heitt snittubrauð með skinku og lauk

Snittubrauð - skera toppinn af og hola aðeins brauðið að innan

5 msk þeyttur rjómi

5 msk. tómatsósa

1/2 msk. sætt sinnep (gult)

2 tsk. smátt sx. laukur

1/2 - 1 stk. paprika

3 msk. majones

100 gr. smátt skorin skinka

 

Allt hrært saman í fyllingu og sett í brauð - sneiða ost yfir og baka í ofni við 175-180 °C þar til ostur fer að brúnast.

Þetta klárast alltaf þegar boðið er upp á Smile


Heitt beikonbrauð

100 gr. rifinn Maribo ostur ( ég ríf hann fínt niður)

1/2 tsk. pipar

1 msk. Dijon sinnep

5 msk. hreint jógúrt

* smjör - beikonsneiðar - tannstönglar  og samlokubrauð*

Hræra allt saman í fyllinguna

Skera skorpu af brauði - byrja að smyrja öðru megin á brauð smá smjörva - snúa brauðsneið við og smyrja fyllingu þeim megin - rúlla upp - og skera í 2 hluta.  Rúlla beikoni utan um sneiðina og festa með tannstöngli.

Raðið brauði á bökunarpappírsklædda plötu og baka í ofni þar til er orðið stökkt og öskar á að verða étið !

(Ég reyni yfirleitt að kaupa beikonsneiðar í lengra lagi - skera þær í tvennt þannig að hver beikonsneið passi á 1 brauðsneið / 2 rúllur)


Döðlubrauð Iðunnar

Iðunn vann með mér hjá Nýherja og bakaði besta döðlubrauð í heimi - ég náði að sníkja uppskriftina hjá henni - sem er algjör snilld.

1 bolli saxaðar döðlur (láta þær liggja í 1,5 bolla af sjóðandi vatni - sem hrært er í af og til)

2,25 bollar hveiti

0,75 bollar sykur

2 tsk. matardóti

1/4 tsk lyftiduft

1 tsk. vanillusykur

1/2 tsk. salt

2 msk. smjörlíki

1 egg.

Þurrefnum blandað saman

Döðlur og safi út í

Egg og smjörlíki út í - ekki hræra lengi.

160°C í 30-45 mín m/blæstri

175°C í 45-60 mín án blásturs.

 

Iðunn bar fram með smjöri og osti einnig með kotasælu sem var öðruvísi - en passaði vel.


Skinkusalat - aðeins öðruvísi - en ótrúlega gott

Þetta skinkusalat er ótrúlega gott - yfirleitt vill fólk fá uppskriftina eftir að hafa smakkað

Hlutföllin í salatinu er u.þ.b. á þennan veg:

300 gr majones

1 dós sýrður rjómi

1/4 krukka Mango Chutney

ca. 2 tsk Tandoori krydd (frá Rajah - fæst t.d. í Nóatún)

1 pk. skinka (stór)

1 dós grænn aspas (lítil)

8 stk egg (u.þ.b.)

slatti af vínberjum (rauð)

En að sjálfsögðu smakkið þið þetta til eftir ykkar smekk.

 

 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband