Færsluflokkur: Brauðbakstur

Focaccia brauð

1 kg. Brauðhveiti

8 dl. Volgt vatn

1 msk. Salt

1 msk. Sykur

1 pk. Þurrger

 

Ólífuolía – Rósmarín – Pipar – Saltflögur – Hvítlaukur – Ólífur

Hitið ofn upp í 250°C en lækkið í 225°C þegar brauðið er sett inn í og bakað í ca. 20-30 mínútur (fer eftir þykkt brauðsins).

 

Þurrefni saman í skál, volgt vatn út í og hnoðað vel saman.  Degið er aðeins blautt.

Leyfið því að hefast í 1 – 1,5 klst.

Útbúa hvítlauksolíu.

Pensla form sem á að baka brauðin í með ólífuolíu.

Deigið sett í formin (ég hnoðaði ekki neitt- skipti aðeins deiginu og setti í formin) – og látið hefast í 30-60 mínútur, undir rökum klút.

 

Mikið af holum gerð í deigið og það er penslað með olíunni / hvítlauksolíunni, svartur pipar og saltflögur sett yfir ásamt rósmarín (og eða olífum).

Ég setti einnig örlítið af rifnum osti og var það mjög gott (setti það strax eftir að ég penslaði með olíunni).

 

Ég var með úðabrúsa og úðaði vatni inn í ofninn strax eftir að brauðið fór í ofninn (og skorpan á brauðinu var örlítið stökk) en mér fannst ofninn vera fljótur að kólna niður þegar ég var að úða í ofninn, kannski sniðugra að vera með eldfast mót með vatni í botninum á ofninum – ef fólk sækist eftir því að hafa skorpuna stökka.

 

Þetta var mjög gott brauð - heppnaðist afar vel.

 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband