Færsluflokkur: Sósur

Rauðvínssósa

250 gr skalottlaukur - skorinn í þunnar sneiðar

1 hvítlauksgeiri

1 rósmaríngrein (eða smá þurrkað ca. 1 msk)

400 ml. rauðvín

400 ml. kjötsoð

salt - pipar

sósuþykkni

ca 50 gr. karlt smjör í bitum

Steikja lauk - hvítlauk og rósmarín.

Bæta rauðvíni út í og sjóða niður um helming (u.þ.b.)

Bæta kjötsoði út í - kryddað og þykkt ef vill.

Rétt áður en sósan er borin fram er köldum smjörbitum hrært saman við.´

Mjög góð með nautasteik


Chimichurri

0,5 ltr. olía
0,5 rauð paprika
1 rauðlaukur
2 sveppir
6 hvítlauksrif
4 msk. söxuð steinselj
1 dl sítrónusafi
0,5 dl. rauðvín
salt
cayenne pipar
basil

Grænmeti fínsaxað - og öllu blandað saman

Mjög góð með góðri nautasteik


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband