Færsluflokkur: Bloggar

Sörur

Sörur
200grmöndlur
3,25dlflórsykur
3stkeggjahvítur
   
0,75dlsykur
0,75dlvatn
3stkeggjarauður
150grsmjör
1mskkakó
1tskkaffiduft
250gr

hjúpsúkkulaði

 

8 föld uppskrift af Sörum
1600grmöndlur
26dlflórsykur
24skeggjahvítur
12 föld af kremi
9dlsykur
9dlvatn
36stkeggjarauður
1800grsmjör
12mskkakó
12tskkaffiduft
3000grhjúpsúkkulaði

Efnaskiptakúrinn

Fór í þennan fyrir nokkrum árum - held að ég hafi haldið hann næstum því alveg út - ekki kannski alveg.... en missti þó slatta af kílóum !!

 

Efnaskiptakúrinn

Þessi kúr varir í 13 daga og er þess vegna erfiður, en árangursins virði.

Hann gengur út á það að breyta efnaskiptum líkamans. Sem gerir það að verkum að eftir þessa 13 daga, getur þú aftur byrjað að borða venjulega, án þess að þú hlaðir á þig strax aftur. Þetta er ekki hefðbundinn sultarkúr, heldur kúr sem eykur efnaskiptin og brennslu líkamans og heldur þess vegna áfram að virka eftir að honum líkur.

Ef að kúrnum er fylgt nákvæmlega eftir missir maður ca 7-20 kg. Allt umfram fita.
Kúrinn skal vara í 13 daga, hvorki meira né minna.

Eins og áður var nefnt, verður að fylgja kúrnum nákvæmlega. Þess vegna er einn bjór eða vínglas, auka matur eða tyggjó, nóg til þess að kúrinn er ónýtur.  Má byrja á honum aftur eftir 6 mánuði, ekki fyrr. Ef maður er ekki kominn lengra en 6 daga má byrja aftur eftir 3 mánuði.

Þegar kúrnum hefur verið fylgt eftir staf fyrir staf í 13 daga, má ekki undir neinum kringumstæðum fara í annan eins næsta árið. Æskilegt er að það líði allavega 2 ár ef nauðsynlegt þykir að endurtaka kúrinn.

Vegna lengdar kúrsins er viturlegast að skipuleggja hann fram í tímann, þannig að boð eða þess háttar stangist ekki á við hann.

Nauðsynlegt er að drekka mikið vatn um 3 lítra á dag til þess að forðast höfuðverk og aðrar aukaverkanir.

Spínat er 2 x á boðstólnum.  Kaupið pakka af frosnu spínati og hlutið í tvennt.  Þá er til fyrir bæði skiptin. Einnig er hægt að nota blómkál þá ca ¼ af meðal haus í einu.

1 stórt buff      =          300 gr magurt nautakjöt, lítil olía notuð til steikingar
Skinka             =          8 sneiðar af áleggsskinku.
Jógurt              =          Lítil dós af hreinu- eða léttjógurt með vanillu.
Salat                =          Aðeins grænt salat, eins mikið og hver vill.
Ýsa                 =          Um  200 gr.  (soðin eða grilluð í eigin soði)
Kjúklingur       =          ½ stór kjúklingur.  MUNA að fjarlægja skinnið.
Ávöxtur           =          Allir ferskir ávextir – nema banani.

 

  1. Dagur - (þriðjudagur - 6. September)

Morgunmatur: 1 bolli svart kaffi og 1 sykurmoli.
Hádegismatur: 2 harðsoðin egg, spínat / blómkál (soðið) og 1 tómatur
Kvöldmatur: 1 stórt buff með olíu og salati

2. Dagur  -  (miðvikudagur - 7. September)

Morgunmatur: 1 bolli svart kaffi og 1 sykurmoli
Hádegismatur: 8 sneiðar skinka og 1 dós jógúrt
Kvöldmatur: 1 stórt buff,  salat með olíu og sítrónu og 1 ferskur ávöxtur


  1. Dagur - (fimmtudagur – 8. September)

Morgunmatur: 1 bolli svart kaffi, 1 sykurmoli og 1 sneið ristað brauð
Hádegismatur: 1 harðsoðið egg, 8 sneiðar skinka,  salat með olíu og sítrónu
Kvöldmatur: Soðið sellerí/aspas 1 tómatur og 1 ferskur ávöxtur

4. Dagur  -  (föstudagur – 9. September)

Morgunmatur: 1 bolli svart kaffi, 1 sykurmoli og 1 sneið ristað brauð
Hádegismatur: 1 glas ávaxtasafi og 1 jógúrt
Kvöldmatur: 1 harðsoðið egg, 1 rifin gulrót og kotasæla 300 gr

5. Dagur  -  (laugardagur – 10. September)

Morgunmatur: 1 stór rifin gulrót með sítrónu
Hádegismatur: Soðin/grilluð ýsa með sítrónu og smá smjörklípu (létt og laggott)
Kvöldmatur: 1 stórt buff og  salat með soðnu sellerí/aspas

6. Dagur  -  (sunnudagur – 11. September)

Morgunmatur: 1 bolli svart kaffi, 1 sykurmoli og  1 sneið ristað brauð
Hádegismatur: 2 harðsoðin egg og stór rifin gulrót
Kvöldmatur: ½ kjúklingur, salat með sítrónu og olíu

7. Dagur  -  (mánudagur – 12. September)

Morgunmatur: 1 bolli te
Hádegismatur: ekkert
Kvöldmatur: 1stykki grilluð lambakótiletta og 1 ferskur ávöxtur.

8. Dagur -    Eins og 1. dagur  (þriðjudagur – 13. September)


  1. Dagur -  Eins og 2. dagur  (miðvikudagur – 14. September)

  2. Dagur - Eins og 3. dagur (fimmtudagur – 15. September)

  3. Dagur - Eins og 4. dagur (föstudagur – 16. September)

  4. Dagur - Eins og 5. dagur (laugardagur – 17. September)

  5. Dagur - Eins og 6. Dagur (sunnudagur – 18. September)

Forvitnilegt

Alltaf minnisstætt þegar ég las minningargrein um þessa konu.......

Forvitnilegt

 

 


Uppskriftirnar

Þessi síða samanstendur af uppskriftum sem ég hef sankað að mér í gegnum árin, er alltaf að bæta einhverju inn en þarf að vera duglegri við það.  

Það er svo auðvelt að nálgast uppskriftirnar hér inni - hvar sem ég er stödd - og fyrir börnin mín og aðra fjölskyldumeðlimi - ef þau vilja elda eitthvað af því sem ég hef gert - þá eru þær uppskriftir mjög líkega hér inni.

Eins og um daginn þegar ég var í sumarbústað og eldri dóttirin fann ekki uppskrift af miklu uppáhalds pasta - þá var lítið mál fyrir hana að finna hana hér inni :)

Gullosta pasta

 


Hafraklattar (óbakaðir)

Hafraklattar – ca 8 stk.

 

1 bolli hafrar

1/2 bolli kókosmjöl

1/2 bolli ristuð sólblómafræ 

1/4 bolli hveitikím

1/4 bolli uppáhalds múslí,  sesamfræ, chia fræ

1/4 bolli niðurskornar þurrkaðar aprikósur

1/4 bolli niðurskornar þurrkaðar döðlur

1/3 bolli hunang

1,5 msk smjör, kókosolía eða eplamauk

1/2 tsk vanilludropar

Smá salt

 

Hræra saman höfrum, kókosmjöli, sólblómafræjum, salti og hveitikími í stórri skál.

Setja döðlur, aprikósur, hunang, smjör og vanilludropa saman í pott, yfir meðalhita, og hræra saman þangað til döðlur og apríkósur eru farnar að bráðna saman við hunangsblönduna og hunangið rétt farið að bubbla.

Færa þá pott af hita og byrja á því að skófla þurrefnum ofan í hunangspottinn þangað til áferðin er orðin að þínu skapi.

 

Hella blöndunni á smjörpappír og móta í ferhyrning. Leggja smjörpappír ofan á blönduna og þrýsta á með t.d. skurðabretti. Móta aftur, þrýsta hliðum saman og aftur þrýsta á með skurðabrettinu, eða þangað til blandan er orðin þétt og helst vel saman.

 

Getur líka gert þér lífið auðveldara og hreinlega sett allt ofan á smjörpappír sem komið hefur verið fallega fyrir ofan í þar til gerðu móti. Þá þarftu bara að sjá um að þrýsta... ekki móta. 

 

Setja inn í ísskáp og bíða eftir að kólni vel.

Þá er skorið í bita að þínum smekk – stóra eða litla.

 

Mjög  þéttir og góðir bitar. Haldast vel saman við stofuhita og bragðið og áferðin meiriháttar flott. Munið bara að hunangið sem þið notið kemur vel fram. Þannig að - veljið hunangið ykkar vel!

Hafraklattar


Súkkulaðiköku möffins

Rosalega góðar með stökkum toppi !

150 gr sykur

150 gr púðursykur

125 gr smjörlíki

2 egg

260 gr hveiti

1/2 tsk salt

1 tsk matarsódi

1 tsk lyftiduft

40 gr kakó

2 dl mjólk 

 

Krem:

500 gr flórsykur

80 gr smjör brætt

60 gr kakó

1 tsk vanilludropar

1 stk egg

2 msk kaffi

heitt vatn ef það þarf að þynna kremið

 

Bakað við 180°C í ca. 20 mínútur

U.þ.b. 12 möffins

 

Þeyta smjörlíki, sykur og púðursykur mjög vel saman.

Þeyta 1 egg í einu saman við og þeyta vel á milli.

 

Þurrefnin eru sigtuð  saman í aðra skál.... og sigta þau saman 3 – 4 sinnum

Taka út 2 msk. Af hveiti af hverjum bolla og setja 2 msk. Af maisenamjöli í staðinn.

Þetta á að gera það að verkum að kökurnar verði léttari og fluffy og miklu betri !!!

Ég gerði þetta og urðu þessi möffins ótrúlega góð.

 

Hræra þá þurrefnum og mjólk út í smjörlíki/sykur/eggjablöndu.

 

Til að hafa mjúkar og fluffy kökur, þá er að hræra deigið sem minnst eftir að þurrefni og mjólk hafa verið sett út í.

Ef kökudeig er hrært of mikið þá binst glúteinið í hveitinu, fínt þegar maður er að baka brauð – en ekki í kökugerð J 

 

Ef þú átt möffinskökuplatta – þá er snilld að nota hann, setja möffins form í hann og setja deig næstum í topp af forminu – þá koma svona „hattar“ á hverja möffins.

 

Engin nauðsyn að gera kremið – möffinsið er gott eitt og sér.

 

Væri áreiðanlega gott að setja súkkulaðibita í deigið (hræra bitunum út í  hveitið – áður en það fer út í).

 

Súkkulaðimöffins

 

 

 

 


Gratineraður fiskur á hrísgrjónabeði

Soðin hrísgrjón

1 kg. Ýsa (ég notaði frosna bita úr Bónus)

Töfrakrydd eða lauk- og hvítlauksduft

2,5 dl rjómi eða kókosmjólk eða mjólk

3 msk majónes

2 tsk dijon sinnep

2 tsk karrý

50-100 gr parmesan

Salt og pipar (ef þarf)

rauð paprika

1/2 blaðlaukur

200 gr rifinn ostur

 

Hrísgrjón sett í botn á eldföstu móti.

Fiskbitar settir yfir hrísgrjón og kryddið.

Hrærið saman rjóma, majónesi, sinnepi, karrý og parmesan.

Smakkið til og saltið og piprið.

Hellið sósunni yfir fiskinn og stráið fínskorinni papriku og blaðlauk yfir.

Setjið að lokum rifinn ost yfir og bakið í ca 30 mínútur við 180°C.

Borið fram með fersku salati og brauði (ef vill).


Pítubrauð

Innihald:

1 msk. Ger

3 dl. volgt vatn

1 tsk. Salt

7 – 8 dl. Hveiti

 

Aðferð:
Hellið volgu vatninu í skál og sáldrið gerinu yfir, leyfið því að standa í um 5 til 10 mínútur. Bætið saltinu við og 3,5 dl. af hveiti og hrærið aðeins, bætið svo 3,5 dl. til viðbótar og meira ef ykkur finns deigið of blautt, það á ekki að klístrast við hendurnar en á samt ekki að vera of þurt. Látið hnoðast vel í um 5 mínútur.

 

Skiptið deiginu í 6 til 8 bita, eða færri/fleiri það fer eftir því hvað þú vilt hafa brauðin stór. Gerðu kúlur úr deiginu, stráðu hveiti á borðið og notaðu svo kökukefli til þess að fletja úr kúlunni svo úr verði fallegur hringur sem er sirka hálfur cm. á þykkt. Passaðu að hver hringur sé jafn þykkur allsstaðar!!

Þegar búið er að fletja allt út láttu þá alla hringina liggja á hveitistráðum fleti í 30 til 40 mínútur.    Á meðan deigið er að lyfta sér, stiltu þá ofninn á 220° (undir/yfir eða 200 á blæstri).       Þegar þessar 30 til 40 mínútur eru liðnar, taktu þér þá spaða og snúðu deighringjunum við á plötunni, þannig að sú hlið sem snéri niður áðan snúi upp núna. Þá er bara að skella þessu inn í ofn í 10 til 15 mínútur eða þar til brauðin eru orðin smá brún að hluta til.

Ég mæli með því að þú fylgist með brauðinu í ofninum fyrstu 5 mínúturnar, þá sérðu töfrana gerast 
Brauðið setti ég svo bara í poka og inn í frysti og tók út og skellti í ristavélini þegar ég þurfti.


Gamlárskvöld

Góðan dag allir !!!

Ég hlakka hrikalega mikið til morgundagsins -ætla að elda kalkúnabringurnar (sem eru í kalkúnahluta hér á síðunni).

Meira að segja eiginmaðurinn sem finnst kalkúnn og kjúlli vera frekar óspennandi kjöt - en hann tilkynnti mér í gær að hann hlakkaði rosalega mikið til að borða þetta !!!  Það finnst mér alveg æðislegt !!

Endilega að prófa þessa uppskrift - hún er fáránlega góð- ef þið eruð að velta fyrir ykkur hvernig þið ætlið að hafa kalkúninn ykkar (ég verð reyndar með kalkúnabringur sem ég kaupi í Sælkerabúðinni - Smjör og salvíulegnar).  

Á nýársdag ætla ég að vera með lambafille - sem ég kryddlegg - og grilla.  Yndislega mjúkt og bragðgott - meðlæti er síðan eftir því sem fólk vill.

Kryddlögurinn er ca.:

2 dl. hrein jógúrt (eða AB mjólk)

1 msk. Dijon sinnep

1 tsk. hvítur pipar

1 tsk. salt

1/3 dl. sæt sojasósa (val um það) - hef ekki áður haft það - en ég veit að það mun bæta þessa uppskrift - fremur en hitt.

Ætli þessi kryddlögur dugi ekki í ca. 0,5 kg. af kjöti.

Læt kjötið liggja yfir nótt í ísskáp - og við stofuhita í nokkra klukkutíma (reyndar er nægjanlegt að leyfa því að liggja við stofuhita í nokkra tíma).

Ég tek kjötið upp og skef kryddlöginn af - krydda með svörtum pipar og grilla.

 

Sósa:

1 msk. smjör

1 msk. græn piparkorn í legi (fæst t.d. í Nóatúni)

1 msk. Dijon sinnep

1 msk. Worchestershire sósa

0,5 ltr. rjómi (rjómabland)

kjötteningur og þykkja.

>Steikja piparkorn í smástund í smjöri

Bæta Dijon og Worch.sósu út í ásamt kjötteningi.

Hella rjóma út í og þykkja.

Leyfið að standa í smátíma og smakkið til með kjötkrafti - sætri sojasósu - pipar.

Meðlæti annað...:

Forsteiktar kartöflur steiktar upp úr smjöri og kryddaðar með t.d. rósmarín - svörtum pipar og salti.

Einnig sætar kartöflur í bitum í eldfast mót út á það fer olía - rósmarín - svartur pipar og salt - og inn í ofn (í ca. 30 mín).

Gott salat eða hvaðeina sem fólki finnst passa með grilluðu lambi.

 

Verði ykkur að góðu - og gleðilegt ár !!


Beikonsulta

·         500 g þykkt beikon

·         2 laukar, þunnt sneiddir

·         1 dl hlynsíróp

·         1 dl vatn

·         3 msk balsam edik

·         2 msk Dijon sinnep

·         2 tsk Worcestershire sósa

·         salt og pipar eftir smekk

 

Skerið niður beikon í 1 cm. strimla og steikið í góðum þykkbotna potti við miðlungs háan hita í 15-20 min. þar til beikonið er að verða stökkt. Hellið helmingnum af fitunni úr pottinum.  Setjið lauk út í pottinn og steikið í 10 min., eða þar til hann er orðinn vel mjúkur. Látið síróp, vatn, balsamik edik, sinnep og Worcestershire sósu út í og náið upp suðu. Salt og pipar eftir smekk og látið síðan malla í tæpan klukkutíma. Áferðin á sultunni á þá að vera orðin klístuð. Leyfið sultunni að kólna örlítið og komið síðan fyrir í matvinnsluvél. Maukið þar til ásættanleg áferð er náð og hellið sultunni í krukkur.


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband