Færsluflokkur: Ber

Jarðarber og bláber með svörtum pipar - gott með ís

Mhm...... hljómar e.t.v. undarlega en þetta er skemmtilegur og öðruvísi eftirréttur.

1 dl. sykur

750 gr. jarðarber

1 lítol askja bláber

0,5 - 1 dl. Grand Marnier

1 msk. nýmalaður svartur pipar.

Skera niður 1/3 af jarðarberjum - smátt.  Bræða sykurinn við vægan hita og skella niðurskornu jarðarberjunum út á.  Blanda rólega saman við sykurbráðina.  Strá pipar út á og látið malla í 2-4 mínútur.  Stilla á  mesta hita bæta þá bláberjum og afgangi af jarðarberjum (skera þau í 2-4bita - fer eftir stærð).  Hella líkjör yfir - flamberið - hrista pönnu þar til eldur slokknar. 

Skipta berjablöndu á 4-6 diska og berið fram með ís.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband