Færsluflokkur: Bakstur

Blinis

Blinis:
75 gr. hveiti
1 tsk. lyftiduft
2 egg
Nýmjólk
Smá salt
30 gr. ósaltað smjör

1. Setjið hveitið, lyftiduftið, eggin, saltið og næga mjólk til að gera þykkt deig, í skál.

2. Bræðið smjörið á pönnu.

3. Setjið, í sitthvoru lagi, tvær matskeiðar af deigi á pönnuna, þ.e. 1 msk. fyrir hvert stykki af Blinis köku.

4. Steikið í 2 til 3 mín. á hverri hlið, eða þar til steikt í gegn og gyllt að lit. Fjarlægið af pönnunni og setjið til hliðar. Steikið úr deiginu þar til það klárast.

Borið fram með t.d. laxi og sýrðum rjóma og kavíar eða síróp

 

Mjög gott


Rice krispies og Mars ostakaka

Fann þessa á fínni bloggsíðu - en verð sjálfsagt búin að gleyma þeirri síðu þegar ég ákveð að gera þessa - fyrir næsta afmæli - eða svo - þannig að ég geymi uppskriftina hér inni - fyrir mig :)

(bloggsíðan sem ég fann þetta á er:  http://erlagudmunds.com/   og er alveg hellingur af spennandi uppskriftum þar)

Botn:

80 gr smjörlíki

100 gr suðusúkkulaði

1 lítið stykki Mars

3 msk sýróp

150 gr Rice Krispies

 

  • Þessu er öllu blandað saman við vægan hita í potti.
  • Ég set alltaf bökunarpappír ofan i formið til þess að auðvelda mér að losa botninn frá og til þess að fá kantinn á botninn þá þrýsti ég Rice Krispies-inu lítilega til hliðar.

 

Ostakaka:

220 gr rjómaostur

250 ml rjómi (þeyttur)

2 lítil stykki Mars

1 tsk vanillusykur

 

  • Þeytið rjómann og setjið til hliðar.
  • Hrærið rjómaostinn vel, blandið síðan rjómanum saman við og hrærið þar til þetta er orðið vel blandað saman.
  • Bætið síðan við vanillusykrinum.
  • Bræðið Marssúkkulaðið við vægan hita í potti með smá rjóma út í. Kælið þetta síðan í skamma stund áður en þið bætið saman við ostablönduna.
  • Ofan á bræddi ég eitt lítið mars með smá rjóma og skvetti yfir kökuna. Skar einnig niður nokkur jarðaber og 2 lítil Marsstykki fyrir skreytingar.

Mars og Rice Ostakaka


Súkkulaðikaka með pekanhnetum

Heildar bökunartími ca 30 mínútur

 

4-5 msk smjör

100gr suðusúkkulaði

3 egg

3 dl sykur

1 1/2 dl hveiti

1 tsk salt

1 tsk vanilludropar

 

Bræðið smjör og súkkulaði yfir vatnsbaði.

Þeytið egg og sykur og blandið vanilludropum saman við.

Því næst er þurrefnunum blandað varlega saman við eggjablönduna.

Að lokum er öllu blandað saman, deiginu hellt í form og kakan bökuð í 15 – 18 mínútur við 180°C.

 

Á meðan kakan bakast til hálfs er eftirfarandi hitað í potti:

4 msk smjör

1 dl púðursykur

2 msk rjómi

rjóminn er settur síðast og blandan látin sjóða í 1 mínútu.(kælið lítið eitt) (ég geri 11/2 uppskrift af karamellunni)

 

Þegar kakan hefur verið inni í fimmtán mínútur er hún tekin út. Stráið

innihaldi úr einni dós af pekanhnetum/valhnetum yfir kökuna og hellið

púðursykurskaramellunni yfir.

Bakið áfram í aðrar 15-18 mínútur.

Þegar kakan er full bökuð er 150 gr. af smátt söxuðu suðursúkkulaði stráð

yfir kökuna.

 

Kakan er best ný bökuð en ef hún er kæld storknar súkkulaðið og hún verður

eins og konfekt;)

Berið fram með ís eða þeyttum rjóma.

 

Bökunartíminn fer eftir ofninum, ég hef yfirleitt þurft að hafa hana í 20 mín. fyrri hlutann.


Starbucks sítrónukaka

1 ½ bolli hveiti

 ½ tsk lyftiduft

 ½ tsk matarsódi

 ½ tsk salt

3 egg

1 bolli sykur

2 msk mjúkt smjör

1 tsk vanilludropar

2 tsk sítrónudropar

1/3 bolli sítrónusafi

 ½ bolli bragðdauf olía (ekki ólívuolía)

hýði af 1 sítrónu

 

Glassúr

 

1 bolli flórsykur

2 msk nýmjólk

 ½ tsk sítrónudropar

 

Kakan:

Hitið ofninn í 175° og smyrjið formkökuform vel.

Blandið hveiti, matarsóda, lyftidufti og salti saman í skál.

Hrærið saman í annari skál eggjum, sykri, smjöri, vanilludropum, sítrónudropum og sítrónusafa þar til hefur blandast vel. Hrærið blöndunni saman við þurrefnin og hrærið þar til deigið verður mjúkt. Bætið olíu og sítrónuhýði saman við og blandið vel. Setjið deigið í smurt formkökuform og bakið í 45 mínútur eða þar til prjóni sem er stungið í kökuna kemur hreinn upp.

 

Glassúr:

Hrærið öllu saman og hellið yfir kökuna.

 


Franskbrauð / snittubrauð -og hvítlauksbrauð

5 dl. Volgt vatn

5 msk. Þurrger

1 msk. Hunang

4 msk. Olía

½ msk. Salt

1 kg. Hveiti

 

Blanda saman í þessari röð, hnoða vel og láta hefast í 60 mínútur.

Hnoða niður og móta í snittubrauð /  bollur /  brauð og hefa aftur í 40 mín.

Úða með volgu vatni á 5 mínútna fresti. 

Baka við 200°C í 13 – 20 mínútur.

 

Hvítlauksbrauð.......

1 uppskrift franskbrauð

60 gr. Smjör – lint

3 hvítlauksrif

2 msk. Steinselja

 

Saxa steinselju og hvítlauk og blanda saman við smjör.

Skipta 1 uppskrift af franskbrauði í 4 jafna hluta og móta í snittubrauð.

Látið hefast í 30 mínútur.

Skera djúpan skurð eftir endilöngu brauðinu og setja hvítlaukssmjör inn í brauðið og loka vel þannig að brauðið opni sig ekki í bakstrinum. 

Baka við 200 – 210°C í 13 – 20 mínútur – þannig að brauðið verði stökkt að utan. 

 


Hafraklattar

 

1 ¼ bolli hveiti

1 tsk matarsódi

½ tsk salt

½ msk kanill

1 bolli lint smjör

½ bolli sykur

1 bolli púðursykur

2 tsk vanillusykur

2 egg

 

Allt hrært vel saman.

 

Þessu að neðan blandað saman við að lokum og hrært smá stund.

 

3 bollar haframjöl

300 gr gott múslí (um að gera að prófa mismunandi tegundir af múslí,

ef það er mjög gróft þá er bara hægt að berja það með buff hamri)

 

Svo spari þá má nota:

 

200 gr rúsínur

100 gr suðusúkkulaði.

 

Búnar til kúlur á stærð við tómata og flatt lítillega út.

Bakað við 200°C í ca. 7-8 mín.

 

Þeir eiga að vera svolítið linir þegar þeir eru teknir út, en harðna þegar þeir kólna.


Hjónabandssæla með döðlum

3 bollar haframjöl

2 ½ bolli hveiti
2 bollar púðursykur
1 tsk matarsódi
1 tsk lyftiduft
250 gr brætt smjörlíki
-----------------
Allt hnoðað saman á borði (eða í skál). 
1 pakki þurrkaðar döðlur soðnar með smá vatni og maukaðar með gaffli. 
Deiginu er skipt í tvennt. 
Helmingur af deiginu settur í botninn á forminu (ég notaði venjulegt springform). 
Döðlumaukinu smurt yfir.
Hinn helmingurinn af deiginu settur yfir. 
Bakað við 180°í ca. 45-50 mínútur.

 

Þessi var geðveikt góð - fengin hjá systur minni - sem fékk hana hjá tengdamömmu sinni :)


Kleinur - uppskrift frá tengdó ( bestu kleinur í heimi) - belive me !

4 stórir bollar hveiti

1 egg

1 bolli sykur

50 gr. smjörlíki (mylja)

1 msk. lyftiduft

1 tsk. matarsóti

1/2 ltr. súrmjólk

Kardimommudropar

Isio olía til að steikja upp úr

Í 3 falda hef ég notað 1 pela af rjóma og 1 ltr. af súrmjólk (ráð frá tengdó)

Þurrefni fara saman á borð - mylja smjörlíki út í - bleyta upp í með vökva og eggi og hræra saman.

Móta kleinur og steikja þar til eru tilbúnar.

 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband