Færsluflokkur: Indverskir réttir

Naan brauð

500g hveiti
1,5 tsk salt
20 g pressuger ( ég notaði þurrger í staðinn )
250 ml vatn (volgt)
80g jógúrt - eða AB mjólk
1 tsk cummin - ég hef ekki notað cummin - en sett í staðin ca. 2 rifin hvítlauksrif.

Setja allt saman í skál og hnoða vel saman, látið standa undir rökum klút í 1 klst.

Taka smá bút af deigi og fletja það út með kökukefli eins og þú vilt að brauðið líti út (kringlótt eða aflangt)

Setja smá smjör og olíu á pönnu og steikja brauðið í smá stund. (ég hef verið með á aðeins meira en miðlungshita) - pannan er síðan þvegin af og til.

Ég hef síðan átt hvítlaukssmjör og penslað aðeins yfir brauðið þegar þau koma af pönnunni.

 

Þessi uppskrift er úr Brauð og kökubók Hagkaupa.

 

Ótrúlega góð brauð - ein og sér - með indverskum mat - eða bara með súpu.


Lamb tikka masala

Tikka mix
2 tsk. Kóríander duft
1 tsk. paprika
1 tsk cumin
Smá salt
1 tsk hvítlauksduft
½ tsk kanill
1 tsk engifer
2 tsk milt chilli
1 tsk hot chilli
1 tsk svartur pipar
1 tsk kardimommur
1 tsk negull
1½ tsk turmeric

Marinering
Tvær tsk. af tikka masala mixi.
Smá salt og svartur pipar.
1 tsk. paprikuduft
1 tsk. milt chilli
Fimm hvítlauksgeirar - saxaðir
1 tsk. sojasósa
20-30ml of ólívu olíu
500 gr. lambakjöt

Sósan:
2 tsk. olía
2 msk. tikka masala mix
Laukur, ½ fínsaxaður og ½ skorinn í sneiðar
1 hvítlauksgeiri
1 rautt chilli
2-3 tómatar – fíntsaxaðir (má sleppa)
1 dós kókosmjólk
Handfylli af fínsöxuðu kóríander

Blanda öllu saman sem er í „Tikka mix“.

Til að marinera lambið:
Blanda saman 2 tsk af „Tikka Mixinu“, smá salti, svörtum pipar, paprikudufti, chilli dufti, hvítlauk, soja sósu og ólívu olíu. Setja lambið út í og marinera í 24 klst. Eða lengur í ísskáp.

Pönnusteikið lambið í stutta stund (eða grillið).
Setjið olíu á pönnuna – bætið 2 msk. Af Tikka mixi út í, ásamt lauk, hvítlauk, chilli, tómötum og kókosmjólk.
Bætið lambinu út í og hitið í gegn í smástund – stráið að lokum söxuðu kóríander yfir.
Ef þið grillið lambið á útigrilli – þá hef ég gert það síðast og ekki hitað kjötið í sósunni – aðeins borið hana fram með kjötinu.

Að sjálfsögðu er gott að bera fram með hrísgrjónum, Naan brauði, Raitu – og því grænmeti sem hver og einn vill.

Ótrúlega gott !!


RAITA

1½ dós hrein jógúrt
5 cm gúrka söxuð frekar smátt
1 tsk fljótandi hunang
söxuð fersk mynta eftir smekk

Allt hrært saman og geymt í ísskáp

Ótrúlega góð og fersk með indverskum mat


Tandoori-kjúklingabringur

4 kjúklingabringur
2 dósir jógúrt , hrein (360 ml)
2 1/2 msk tandoori masala
1 1/2 msk garam masala
1 tsk kóríanderfræ , möluð (má sleppa)
1 tsk cayennepipar
2 chilialdin , rauð, söxuð smátt
1 1/2 sítróna (safinn)
4 hvítlauksgeirar , pressaðir
2 msk olía
3 msk myntulauf , söxuð
salt á hnífsoddi
kóríanderlauf eða mynta til skrauts

Leiðbeiningar:
Hellið jógúrt í skál ásamt tandoori masala, garam masala, kóríander og cayenne-pipar og hrærið vel saman. Bætið chili, sítrónusafa, hvítlauk, olíu, myntu og salti út í og blandið vel.

Setjið kjúklingabringurnar út í og látið þær marínerast í a.m.k. 2 klst., jafnvel yfir nótt en þá er best að geyma skálina í ísskáp.
Takið bringurnar úr leginum og grillið þær í u.þ.b. 20-25 mínútur eða þangað til þær eru gegnsteiktar.
Skreytið með myntu eða kóríander og berið fram með naan-brauði.

Ef þið viljið hafa kjúklinginn vel rauðan á lit – þá er hægt að setja nokkra dropa af rauðum matarlit í marineringuna.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband