Færsluflokkur: Kökur

Snickerskaka

4 egg

4,5 dl sykur

2 tsk vanillusykur

8 msk kakó

3 dl hveiti

200 g smjör, brætt

100 g Pipp súkkulaði með karamellu

Krem:
2 dl salthnetur
200 g rjómasúkkulaði

 

Ofninn hitaður í 175 gráður og ca 26 cm smelluform smurt að innan. Smjörið brætt og látið kólna dálítið. Egg og sykur þeytt saman. Því næst er vanillusykri, kakói, bræddu smjöri og hveiti hrært út í. Deiginu er hellt í bökunarformið og pippmolunum þrýst ofan í deigið hér og þar. Því næst er kakan bökuð í miðjum ofni við 175 gráður í 30 mínútur, hún á að vera blaut.

Á meðan er rjómasúkkulaðið brætt yfir vatnsbaði og hnetunum bætt út í þegar súkkulaðið hefur bráðnað. Þegar kakan er komin úr ofninum og hefur kólnað dálítið er kreminu hellt yfir kökuna og hún kæld í minnst tvo tíma áður en hún er borin fram með þeyttum rjóma.

 

Snickerskaka


Jarðarberjarúlluterta

Fljótleg - flott - eitthvað sem allir geta borðað

200 gr. sykur

4 egg

125 gr. hveiti

100 gr. suðusúkkulaði / eða hnetur

 

Þeyta vel saman egg og sykur - og bæta hveiti varlega saman við.

Útbúa form út bökunarpappír - bretta upp á hverja hlið ca 1-1,5 cm. og klemma vel saman á endunum.  Fylla þá þetta form af deiginu og strá súkkulaði / hnetur yfir.

Baka við 220°C í 8 mín.

Taka út ofni - hvolfa á bökunarpappír - bleyta tusku í köldu vatni og leggja yfir kökuna (ef köld tuska liggur yfir köku á bökunarpapír í smá tíma 30 mín - t.d. er auðveldara að losa hana úr pappírnum)

Fjarlægið bökunarpappír - þeytið rjóma 4-5 dl. saxa jarðarber út í þeyttan rjóma og smyrja yfir kökuna.  Rúlla henni upp - kælið og berið fram - fljótleg - ofsa góð og flott!


Bestu pönnukökur í heimi frá mömmu og ömmu

2 bollar hveiti

2 tsk lyftiduft

2 tsk matardóti

2 msk sykur

1 tsk. salt

4 egg

50-100 gr. smjör (smjörlíki) - (ekki vera að nota non fat eitthvað dæmi - sleppið því frekar að reyna að útbúa pönnsur - útbúið frekar eitthvað annað)

1 ltr. mjólk (ekki nota undanrennu eða léttmjólk - ef þú átt matr.rjóma eða rjóma þá má skella því út í)

1 glas vanilludropar (jabb - heilt glas)

1/4 glas möndludropar

 

Hita smjörlíki og kæla lítillega.

Hræra þurrefni saman - bæta mjólk - eggjum og dropum út í - hræra saman - að lokum fer bráðið smjörið út í.

Sigta yfir í aðra skál og byrjið að baka

**Ef þið hrærið deigið of mikið - getur það orðið seigt**

 

Fékk þessa uppskrift hjá mömmu - sem fékk hana hjá ömmu - en hún var snillingur í matargerð!


Skúffukaka - frá tengdó - klikkar aldrei

100 gr smjörlíki

1,5 dl. sykur

2 egg.

**Þeyta þetta vel saman**

2,5 dl. hveiti

1 tsk. matarsódi

1,5 tsk. lyftiduft

1,5 tsk. salt

2-3 msk. kakó

***Blanda út í ***

1 bolli mjólk

0,5 bolli heit vatn (ég nota heitt kranavatn

****Hræra þessu út í að lokum*******

 

Ef þetta er gert í ofnskúffu þá 2 falda ég uppskrift

175°C í 25 mínútur.

****OFAN Á ****

Flórsykur - kakó - vanilludropar og heitt vatn er hrært saman - ekki of þunnt og smurt yfir köku þegar hún hefur kólnað - kókosmjöli má einnig strá yfir fyrir þá sem það vilja


Gulrótarkaka - sú besta

 Gulrótarkaka - hún er ótrúlega góð

1) 

4 stk. egg

4 dl. sykur

þeytt saman

2)

6 dl. múllaðar gulrætur (rifnar fínt - og síðan múllaðar í matvinnsluvél)

225 gr. brætt smjör

blandað saman

3)

4 dl. hveiti

2 tsk. lyftiduft

2 tsk. matarsóti

2 tsk. vanillusykur

2 tsk. kanill

blandað saman

nr. 1 og 2 blandað saman og síðan nr 3 blandað varlega saman við það

bakað við 175°c í 25 mín.

krem

150 gr. rjómaostur

60 gr. brætt smjör

2,5 dl. flórsykur

þeytt saman smurt á kökuna og síðan er kókosmjöli sáldrað yfir


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband