Færsluflokkur: Nautakjöt

Nauta kebab

1 kg. Nautakjöt

3 hvítlauksgeirar

2 tsk. Reykt paprika – krydd (fæst frá Pottagöldrum)

½ tsk. Turmerik

½ tsk. Cumin   (ekki kúmen)

1 tsk. Salt

1 tsk. Svartur pipar

1/3 bolli rauðvínsedik / balsamedik

½ bolli ólífuolía

 

Ég átti ekki til rauðvínsedik og notaði balsamedik – en setti smá slettu af óáfengu rauðvíni í staðinn 3-4 msk. kannski.

Rífa hvítlaukinn smátt og blanda kryddum saman við ásamt ediki og rauðvíni ef er til.

Þeyta síðan olíu saman við í smá skömmtum.

 

Við skárum kjöt í sneiðar og leyfðum þeim að marinerast í kryddleginum í 4 klukkutíma við stofuhita.

Grilluðum á vel heitu grilli í ca. 2 mín á hverri hlið.

 

Borið fram með pítubrauði, hvítlauks- og / eða sinnepssósu og grænmeti að vild – jafnvel frönskum eða hrísgrjónum.

 

Okkur fannst þetta vera alveg fáránlega gott og værum alveg til í að éta væna sneið af nauti, sem er búið að marinerast í þessum kryddlegi og éta með góðu meðlæti.

 

Við vorum meira að segja með frekar leiðinlega bita sem við notuðum í þetta – en þeir urðu ótrúlega meirir og góðir í þessum kryddlegi.


Buff stroganoff

200 gr. niðursneiddir sveppir

2 laukar - í þunnum sneiðum

2 msk. sætt sinnep

2 dl. sýrður rjómi

2 dl. rjómi

1 dl. vatn

svartur pipar / salt / sósuþykkni /kjötteningur (ef vill)  / sósulitur (ef vill)

Steikja sveppi og lauk.  Setja sýrðan rjóma, rjóma og vatn saman við ásamt sinnepi.  Krydda og þykkja ef vill.

600 gr. nautakjöt - skorið í frekar litla og ílanga bita - kryddað með hvítum pipar og steikt í örstutta stund (hafa bitana vel bleika að innan).

Setja kjötið út í vel heita sósuna og bera fram strax.

 

Gott með hrísgrjónum  /  frönskum  /  hrásalati.  (Sumir bera fram súrar gúrkur og rauðbeður með þessu - sem er áreiðanlega gott)


Grafinn nautavöðvi Guðmundar 2002

Grafinn nautavöðvi Guðmundar 2002
Rétturinn sem sló í gegn á sýningunni Matur 2002. Kjarnorku skyndibiti, partýsnakk, gott fyrir framan sjónvarpið með boltanum í sumar, enn betra í veiðitúrinn, hestaferðina eða gönguferðina. Líka frábært sem forréttur með fersku íslensku grænmeti. Komdu á óvart með öðruvísi og betra snakki!

1kg NAUTAFILLE
4 msk piparmix
1 msk sítrónupipar
1 msk grænn frostþurkaður pipar - mulinn
1 msk rósapipar - mulinn
1 msk salt

Vöðvinn er skolaður og hreinsaður vel. Síðan er hann skorin í þrjár lengjur eftir endilöngu, þá minna ræmurnar hvað stærð og lögun varðar á lambafille. Kryddinu er blandað saman í skál. Vöðvinn hjúpaður kryddblöndunni og saltinu stráð yfir hann að síðustu.
Vefjið vöðvann í plast og látið standa í kæli í 3 daga fyrir neyslu.
En....ef tíminn er naumur er kjörið að krydda vöðvann og láta hann vera á eldhúsbekknum næturlangt, setja hann síðan í ísskápinn og hafa hann þar til kvölds, eða næsta dags. Ef kjötið er við stofuhita gengur kryddið mun hraðar inn í vöðvann en ef hann er kaldur.
Passið að skera vöðvann í þunnar sneiðar sem fara vel í munni.

Þessi stendur fyrir sínu einn og sér án nokkurs meðlætis.

En....auðvitað má bera með brauð, salat og sósu. Til dæmis, sinnepssósu, hvítlaukssósu eða jógúrtsósu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband