Færsluflokkur: Salat

Klassískt amerískt Cole Slaw

Mjög gott með grilluðu kjöti, pylsum, fiski

 

500 gr. Hvítkál

200 gr. Gulrætur

1 lítill laukur eða hálfur stór

2 dl. Sýrður rjómi  

3-4 msk. Majones

3-4 msk. Sýrðar gúrkur

1 msk. Vínedik

1 msk. Sykur

1 tsk. Sellerífræ (Celery Seeds)

½ tsk. Hvítur pipar

1 tsk. Salt

Skerið stilkinn af kálhausnum og hreinsið hann vel, flysjið gulræturnar og afhýðið laukin. Saxið grænmetið í þeim grófleika sem þið viljið.

Í stórri skál blandið þið saman sýrða rjómanum og majonnesinu, bætið edikinu og gúrkunum saman við og loks öllum kryddunum. Blandið vel saman og hrærið loks saxaða grænmetinu saman við.

Kælið í ísskáp áður en salatið er borið fram.

Cole Slaw er hægt að gera í margvíslegum útgáfum og fyrsta skrefið er að ákveða hversu fínt ekki að rífa grænmetið niður. Það er hægt að saxa það gróft með hnífi, rífa það niður á grófasta hluta rífjárnsins eða hakka í matvinnsluvél. Það hvaða leið er farin skiptir miklu máli varðandi lokaniðurstöðuna.

Það er líka hægt að stytta sér leið með því að kaupa tilbúna salatblöndu og saxa hana gróft niður.


Krabbasalat

200 gr. krabbakjöt (surimi)
100 gr. Hvítkál

½ rauðlaukur

½ Chilli - rautt
4 -6 matsk. majones
2 matsk. sýrður rjómi
safi úr 1/4 lime / sítrónu
salt og pipar

Paprikuduft  og/eða karrí  /  Chilli og/eða sjávarréttakrydd


Krabbakjötið er rifið niður í matvinnsluvél. Tekið úr og hvítkálið og laukur rifið níður í vélinni. Þessu er blandað saman ásamt majónesinu og sýrða rjómanum. 

Limesafinn kreistur út í og kryddað eftir smekk.

(Ég á reyndar eftir að prófa þetta - en ég held þó að þetta verði gott) 


Ávaxtasalat

Mín familía er ekki of hrifin af Waldorfsalati - þetta kemur í staðinn - mjög gott

 

1/4 ltr. þeyttur rjómi

2 msk. sýrður rjómi

2 msk. appelsínuþykkni (Egils)

3-4 epli

15-20 vínber steinlaus

Rjómi þeyttur.  Sýrðum rjóma og appalsínuþykkni hrært út í - ásamt niðurskornum ávöxtum.

 

Að sjálfsögðu er hægt að bæta í þetta selleríi eða valhnetum ef fólk vill.

 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband